Skýrsla um starfsmannamál

Að beiðni framkvæmdaráðs Pírata var í haust framkvæmd greining af HH Ráðgjöf ehf á starfsmannaþörf og verkefnum á skrifstofu Pírata.

Skýrslan og fylgiskjöl eru hér meðfylgjandi.

Í inngangi skýrslunnar frá HH Ráðgjöf segir: „Til hliðsjónar voru höfð lög Pírata, starfsmannastefna Pírata sem samþykkt var á fundi framkvæmdaráðs þann 19. febrúar 2017, lokaskýrsla Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fyrrverandi framkvæmdastjóra sem lögð var fram í mars 2017, drög að starfslýsingu framkvæmdastjóra og upplýsingahandbók framkvæmdaráðs Pírata frá framkvæmdaráði 2016 – 2017 til framkvæmdaráðs 2017-2018.

Tekin voru viðtöl við 19 einstaklinga: Núverandi og fyrrverandi starfsmenn, meðlimi í aðildarfélögum, núverandi og fyrrverandi framkvæmdaráðsmeðlimi,  ásamt launuðum ráðgjöfum. Einstaklingarnir voru valdir með tilliti til þeirra upplýsinga sem var nauðsynlegt að afla. Ekki var rúm innan gefins tímaramma að eiga samtöl við fleiri einstaklinga en upplýsingarnar sem fengust með þessum hætti ásamt efni sem var tiltækt reyndist vel nægjanlegt. Óski fleiri eftir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri varðandi ofangreind mál leggjum við til að spurningalisti verði útbúinn og lagður fyrir.

Gerð var ítarleg starfsgreining og starfslýsing útfrá henni sem byggir á núverandi verkefnum starfsmanna skrifstofu. Verkefnunum var ekki forgangsraðað og er uppröðun verkþátta eftir samhengi í starfsgreiningunni. Ekki var unnt að framkvæma tímamælingar á verkefnum innan þess ramma sem verkefnið bauð uppá en slíkt er nauðsynlegt til að unnt sé að svara nákvæmlega hver starfsmannaþörf á skrifstofu er en teljast má afar líklegt að greiningin veiti mjög sterkar vísbendingar þar að lútandi engu að síður. Leggja ber ríka áherslu á að slík starfgreining og starfslýsing eru lifandi skjöl sem þarfnast stöðugrar endurnýjunar eftir því sem störf og verkefni þróast með tíma.”

 

Skýrslan og fylgiskjöl:

Skýrsla starfsmannamál Píratar

Starfslýsing framkvæmdastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra

Starfsgreining_Píratar_26.09.2018.