Skora á þingflokk Pírata að gera nýja stjórnarskrá að skilyrði fyrir samstarfi

Píratar í Norðausturkjördæmi vilja að ný stjórnarskrá verði sett á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðum.

Þingflokkur Pírata á að gera upptöku nýju stjórnarskrárinnar að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórnarstjórnarsamstarfi í haust. Þannig megi ekki aðeins virða þjóðarvilijann heldur takist landsmönnum jafnframt með þessu að ná aftur auðlindum hafsins „úr klóm útgerðaraðalsins.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun aðalfundar Pírata í Norðausturkjördæmi, sem fram fór á dögunum. Þar brýnir aðalfundurinn fyrir Pírötum að halda áfram merkjum nýju stjórnarskrárinnar á lofti innan veggja Alþingis. Píratar hafa frá fyrsta degi lagt áherslu á að hlustað verði á þjóðarviljann sem birtist í hinni ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012. Þannig hefur þingflokkur Pírata reglulega lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, byggða á frumvarpi stjórnlagaráðs og vinnu Alþingis í kjölfarið – síðast á þessum þingvetri.

Píratar eru lýðræðisflokkur, hlusta á þjóðina og virða ráðleggingar hennar. Þar að auki felur nýja stjórnarskráin í sér margvíslega réttindavernd fyrir almenning, skýrara ákvæði um auðlindir í þjóðareigu, öfluga náttúruvernd og persónukjör til Alþingis.

Þetta var Pírötum í Norðausturkjördæmi ofarlega í huga þegar þeir samþykktu neðangreinda ályktun á aðalfundi sínu:

„Aðalfundur Pírata í Norðausturkjördæmi, haldinn föstudaginn 4. júní 2021, ályktar að þingflokkur Pírata geri upptöku nýrrar stjórnarskrár, sem byggð verði á tillögum Stjórnlagaráðs, að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn að loknum Alþingiskosningum sem fram fara 25. september næstkomandi.

Þannig verði lýðræðislegur vilji þjóðarinnar, eins og hann kom fram í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012, virtur. Með nýrri stjórnarskrá verði auðlindir Íslands skilgreindar sem þjóðareign og auðlind hafsins endurheimt úr klóm útgerðaraðalsins, sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Auðlind hafsins getur hæglega staðið undir stórum hluta hins íslenska velferðarkerfis þannig að þau sem við lökustu kjörin búa fái betri tækifæri til að blómstra og búa við mannlega reisn.“

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....