Siðareglur þingflokks Pírata

Þingflokkur Pírata samþykkti í sumar siðareglur sem tekið verður mið af í öllu starfi þingflokksins. Markmiðið með því að setja slíkar reglur er að efla fagleg vinnubrögð og auka skilvirkni í starfi. Fyrir voru í gildi sérstakar siðareglur fyrir alþingismenn og siðareglur fyrir ráðherra en þingflokkur Pírata vildi taka þetta skrefinu lengra.

 

Siðareglur

þingflokks

 

Við erum málefnaleg

Við leitum eftir aðstoð

Við viðurkennum mistök

Við virðum tíma hvers annars

Við látum hvort annað njóta vafans

Við tölum við fólk, frekar en um fólk

Við leggjum okkur fram við að hlusta

Við nálgumst samvinnuhnökra lausnamiðað

Við leitumst ávallt við að gera mörk okkar skýr

Við leggjum áherslu á styrkleika okkar frekar en veikleika

Við berum virðingu fyrir þeim trúnaði sem okkur er sýndur

Við berum sjálf ábyrgð á eigin tilfinningum, orðum og gjörðum

Við leyfum öðrum að njóta viðurkenningar fyrir hugmyndir sínar og störf