Sáttmáli nýs meirihluta í Reykjavík

Nýr meirihluti í borgarstjórn kynntur í Lautinni við FB í Breiðholti. - Photo/Geirix

Nýr meirihluti Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna kynnti samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa komið sér saman um fyrir komandi kjörtímabil.  Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, samfélag fyrir alla, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og borgarlína verði meginatriði hjá nýjum meirihluta.

 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og nýr formaður skipulags- og samgönguráðs, rakst á þessa fallegu kisu eftir fundinn í dag. 

Photo/Geirix

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir verður formaður skipulags- og samgönguráðs, Dóra Björt Guðjónsdóttir verður formaður mannréttinda og lýðræðisráðs, auk þess sem Dóra Björt verður forseti borgarstjórnar fyrsta árið.

 

Nýr meirihluti í borgarstjórn kynntur í Lautinni við FB í Breiðholti.

Photo/Geirix

Verkaskipting nýja meirihlutans er annars sem hér segir:

Borgarstjóri: Dagur B. Eggertsson
Formaður borgarráðs: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Forseti borgarstjórnar: Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrsta árið en Pawel Bartoszek tekur svo við
Umhverfis- og heilbrigðisráð: Líf Magneudóttir
Formaður Mannréttinda- og lýðræðisráðs: Dóra Björt Guðjónsdóttir
Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason
Velferðarráð: Heiða Björg Hilmisdóttir
Skipulags- og samgönguráð: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Menningar- og íþróttaráð: Pawel Bartoszek fyrsta árið en Hjálmar Sveinsson tekur svo við

Píratarnir Valgerður Arnardóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Alexandra Briem og Dóra Björt Guðjónsdóttir.

Photo/Geirix

Myndir/GeiriX

Sáttmálann má hér lesa í heild sinni.