Ítrekuð gagnrýni á Samherja

Síðastliðna 18 mánuði hefur þingflokkur Pírata margoft vakið máls á framferði sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. Hér verður stiklað á stóru um það sem Píratar hafa gert á þingi í tengslum við Samherjamálið og margþætta gagnrýni flokksins í garð ríkisstjórnarinnar, sem hefur leyft framgöngu fyrirtækisins að viðgangast. 

Rannsókn Pírata á sjávarútvegsráðherra stöðvuð
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafði frumkvæði að því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakaði hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi sterkra tengsla hans við Samherja í kjölfar Samherjaskjalanna, þar sem forkólfar Samherja töluðu um hann sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni og upplýsingar lágu fyrir um bein samskipti ráðherrans við þá í kjölfar Samherjaskjalanna.

Blásið var til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, undir stjórn Pírata, þar sem ráðherra sat fyrir svörum. Í desember 2019 og í mars 2020 sendi nefndin ítarlegar upplýsingabeiðnir um störf ráðherrans fyrir Samherja, fjárstuðning fyrirtækisins við framboð hans og aðgerðir hans sem ráðherra í þágu Samherja. Talsverðar upplýsingar lágu fyrir sem bentu enda til þess að Kristján Þór væri vanhæfur sem sjávarútvegsráðherra.

Að endingu ákváðu ríkisstjórnarflokkarnir að stöðva rannsóknina sem Píratar hófu með afli og lýsti því yfir að ekkert væri athugavert við stjórnarhætti síns ráðherra. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði í kjölfarið af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mótmælaskyni og til að geta upplýst um það sem væri í gangi innan nefndarinnar.

Ítrekaðar ræður, spurningar og gagnrýni
Þess utan hafa þingmenn Pírata ítrekað fjallað um og gagnrýnt framgöngu Samherja í ræðum sínum. Athugið að þetta er ekki tæmandi upptalning:

Píratar hafa alltaf og munu alltaf berjast gegn spillingu. Píratar hafa alltaf og munu alltaf gagnrýna spillingu þegar hún verður á vegi þeirra og þeir hafa svo sannarlega ekki þagað um Samherjamálið eins og þessi fjölmörgu dæmi sanna.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....