Samherjamálið: Píratar spyrja uppljóstrara í beinni útsendingu

Umræður með uppljóstrara í beinni útsendingu kl. 17 í dag.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mun i dag ræða við Jóhannes Stefánsson, uppljóstrara í Samherjamálinu, í beinni útsendingu frá höfuðstöðvum Pírata í Síðumúla. Þar munu þau ræða Samherja, framgöngu fyrirtækisins og aðför þess gegn fjölmiðlum, félagasamtökum og stjórnmálamönnum.

Jóhannes Stefánsson hefur mikla innsýn í starfsemi Samherja en hann er fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins í Namibíu. Þökk sé afhjúpun hans fengu Íslendingar, og í raun heimurinn allur, innsýn í hvernig fyrirtækið beitti sér í krafti hagnaðarins af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Starfsemi Samherja er nú til rannsóknar í hið minnsta fjórum löndum og er nú þegar til meðferðar fyrir dómstólum Namibíu.

Píratar hafa frá upphafi verið öflugasti flokkurinn við að halda Samherjamálinu á lofti á þingi. Þingmenn Pírata hafa ítrekað spurt ráðherra um hina ýmsu anga málsins ásamt því að hafa leitt sérstaka umræðu um spillingu á Íslandi – einmitt vegna Samherjamálsins. Þar að auki hófu Píratar frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna fyrri starfa hans og tengsla við Samherja, en ríkisstjórnarflokkarnir komu í veg fyrir hana.

Nánari útlistun á því hvað Píratar hafa gert til að bregðast við Samherjamálinu má nálgast hér.

Smellið hér til þess að taka þátt í spurt og svarað!

Spurðu uppljóstrarann
Útsendingin hefst klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 27. febrúar. Hana má nálgast á piratar.tv eða á Facebook-síðu Pírata. Áhorfendur geta sent þeim Þórhildi og Jóhannesi spurningar í gegnum útsendinguna á piratar.tv.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....