Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokkanna í kjölfar #metoo

Í kjölfar #metoo byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman og efnt til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 22. janúar næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:30. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds, boðið verður upp á léttar veitingar.

Markmið fundarins er að ræða næstu skref #metoo innan stjórnmálanna og leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig geta félagasamtök eins og stjórnmálaflokkar beitt sér fyrir því að minnka líkur á því að hvers kyns áreiti sé liðið?
Í hvaða farveg er eðlilegt að mál sem tengjast áreiti fari innan stjórnmálaflokka?

Áhugasamir fundargestir og áhorfendur í streymi eru hvattir til að tísta undir myllumerkjunum #ískuggavaldsins #metoo

Dagskrá fundarins:

Húsið opnar klukkan 8:00, boðið verður upp á léttar veitingar

Opnunarávarp
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Metoo í skugga valdsins
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins

Hvar liggja mörkin?
Valdís Ösp Ívarsdóttir, fíknifræðingur

Óskrifaðar reglur í samskiptum
Salvör Nordal, umboðsmaður barna

Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábygð
Gestur Pálmason, markþjálfi

Metoo – hvað svo?
Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdarstjóri Jafnréttisstofu

Pallborð og umræður
Fundastjóri, Kolbrún Halldórsdóttur fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna.

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar lokar fundinum

Fyrir þá sem ekki komast verður streymi á slóðinni https://www.youtube.com/watch?v=rUjlO5Ezb2Q


Að fundinum standa:


Alþýðufylkingin
Björt Framtíð
Dögun
Flokkur fólksins
Framsóknarflokkurinn
Miðflokkurinn
Píratar
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Viðreisn
Vinstrihreyfingin grænt framboð

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....