Array

Róttækar breytingar í sjávarútvegi

Sjávarútvegsmál

Sjávarútvegur

Píratar telja að sjávarauðlindin sé sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Enginn getur fengið fiskveiðiheimildir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Þjóðin skal njóta auðlindarentu af sjávarauðlindinni. Tryggja þarf jafnt aðgengi að tímabundnum fiskveiðiheimildum, nauðsynlega nýliðun í greininni í gegnum uppboð veiðiheimilda og frjálsar handfæraveiðar.

Við Píratar viljum sjálfbæran sjávarútveg, öflugar rannsóknir og eftirlit. Mikilvægt er að skýr lína sé dregin í stjórnkerfinu á milli rannsókna á náttúruauðlindum, ákvarðana um nýtingu og eftirlits. Við viljum fjölbreytt útgerðarform og sjávarútvegsfyrirtæki í stað samþjöppunar og einsleitni. Píratar vilja efla nýsköpun í matvælaframleiðslu og efla lítil og meðalstór fyrirtæki um land allt. Sjávarútvegur er grundvöllur byggðar um allt land og því verðum við standa vörð um lífríki hafsins. Nýting auðlindarinnar skal grundvallast á vísindalegum og óháðum rannsóknum.

Eignarhald

Við viljum að kveðið sé á um með skýrum hætti í stjórnarskrá að íslenska þjóðin sé réttmætur eigandi sjávarauðlindarinnar og enginn geti hagnýtt sér hana án þess að þjóðin njóti sanngjarnrar auðlindarentu. Píratar telja því að taka ætti upp ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um náttúruauðlindir, en upphaf þess er svohljóðandi: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.”

Tímabundin nýtingarleyfi og auðlindarentan til þjóðarinnar

Við viljum að íslenska ríkið bjóði upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði fyrir hönd eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Aflaheimildir skulu vera tímabundnar og leigugjald þeirra renna að fullu til réttmæts eiganda auðlindarinnar í samræmi við. 34. gr. í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Allur afli á markað

Allur afli skal upphaflega fara í gegnum innlendan fiskmarkað. Útgerðir með eigin vinnslu og/eða sölufyrirtæki hérlendis eða erlendis, útgerðum með vinnslu um borð o.fl. verði gert skylt að tryggja fyrstu viðkomu afla á innlendum markaði. Þannig fæst eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þetta bætir hag sjómanna og gerir sjálfstæðum fiskframleiðendum kleift að útvega hráefni. Þetta tryggir gagnsæi í viðskiptum með sjávarútvegsafurðir sem gagnast öllum, ekki síst fyrirtækjum sem vilja vinna og þróa fiskafurðir. 

Frjálsar handfæraveiðar

Við ætlum að gera handfæraveiðar frjálsar öllum sem stunda þær til atvinnu. Ein kennitala verði afmörkuð við einn handfærabát, tekið verði tillit til tengdra aðila og gripið til fleiri aðgerða til að girða fyrir misnotkun á frjálsum handfæraveiðum, þannig að einn aðili eða tengdir aðilar geti ekki gert út fjölda handfærabáta. Þetta verði gert í áföngum.  Þá viljum við stefna að rafvæðingu smábátaflotans við Íslandsstrendur.

Sjálfbærni, gagnsæi og eftirlit

Við Píratar viljum tryggja sjálfbærar veiðar með vísindalegri ráðgjöf. Það þarf að koma í veg fyrir pólitísk afskipti af rannsóknum, veiðiráðgjöf og eftirliti. Þá þarf einnig að koma í veg fyrir að hafrannsóknir, vísindaleg veiðiráðgjöf, framkvæmd og eftirlit með sjávarútvegi séu á sömu hendi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Tryggja þarf gagnsæi í störfum Hafrannsóknastofnunar, nægt fjármagn til hafrannsókna og efla rannsóknir á sviði veiðiaðferða og veiðarfæra. Við viljum tryggja sjálfstæði og faglega starfsemi eftirlitsaðila eins og Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar. Við ætlum að efla eftirlitshlutverk Samkeppniseftirlitsins í sjávarútvegi og stórefla Landhelgisgæsluna að mannafla og búnaði til eftirlits og þjónustu við sjávarútveginn. Öll tölfræði og gögn er varða sjávarútveginn skulu vera opinber.

Réttindi sjómanna

Við ætlum að leggja niður verðlagsstofu skiptaverðs og fella úr gildi lagabókstaf henni tengdri. Píratar telja rétt að raunvirði afurða upp úr sjó myndist á frjálsum fiskmörkuðum hérlendis, frekar en að ríkistofnanir gefi afslátt af afurðum með ógagnsæjum aðferðum. Núverandi fyrirkomulag bitnar ekki síst á sjómönnum. Gert verði refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum og/eða leigu á aflaheimildum.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....