Prófkjöri Pírata í Hafnarfirði og Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor lauk í dag kl 15.
Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði en þar munu Píratar bjóða fram eigin lista og stefna á að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn.
Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg, en Píratar bjóða þar fram með bæjarmálafélaginu Áfram Árborg.
Staðfest | Efstu sætin á lista Pírata í Hafnarfirði skipa:
- Haraldur R. Ingvason
- Hildur Björg Vilhjálmsdóttir
- Albert Svan Sigurðsson
- Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
- Phoenix Jessica Ramos
Staðfest | Efstu sætin á lista Pírata í Árborg skipa:
- Álfheiður Eymarsdóttir
- Gunnar E. Sigurbjörnsson
- Ragnheiður Pálsdóttir