Prófkjöri Pírata á Akureyri, Ísafjarðarbæ og Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor lauk í dag kl 15.
Hrafndís Bára Einarsdóttir mun leiða lista Pírata á Akureyri en þar munu Píratar bjóða fram eigin lista og stefna á að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn. Píratar í Ísafjarðarbæ stefna einnig að sjálfstæðu framboði en þar mun Pétur Óli Þorvaldsson vera í broddi fylkingar.
Björn Gunnlaugsson verður oddviti Pírata á Seltjararnesi en Píratar bjóða þar fram í samstarfi við Viðreisn og óháða.