Prófkjörsaðstoð

Kæru Píratar

Aðstoð við að skrá sig í kosningakerfi Pírata til að geta kosið í prófkjörum verður í boði í Tortuga, Fiskislóð 31, fimmtudaginn 11.ágúst frá 9:30 til 20:00 og föstudaginn 12.ágúst frá 7:30 til 17:00.

Kíkið endilega í heimsókn, þiggið hjálparhönd og nýtið kosningaréttinn ykkar.

Einnig má senda tölvupóst á bylgja@piratar.is og hringja í símanúmer Pírata 546-2000

Athugið að nauðsynlegt er að hafa Íslykil við höndina til þess að geta skráð sig inn í kosningakerfið en hann er hægt að fá sendan í heimabanka og sótt er um á vef Íslykils. Einnig er hægt að mæta í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands, Borgartúni 21, og fá hann afhentan gegn því að framvísa löggildum skilríkjum (ökuskírteini, nafnskírteini eða vegabréf).

Aðstoð og leiðbeiningarmyndbönd er einnig að finna hér