Prófkjörið er hafið!

Prófkjör Pírata er hafið! Því lýkur 13. mars og þá mun liggja fyrir hver skipa efstu sæti á listum Pírata fyrir næstu alþingiskosningar.

Kosningin er rafræn og fer fram í kosningakerfi Pírata, x.piratar.is 
Á kjörskrá eru um 3300 manns og hefur þeim fjölgað um rúmlega 500 frá upphafi árs.

Píratar munu bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum. Sameiginlegt prófkjör er fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö.

Prófkjör Pírata er opið öllum, hver sem er gat boðið sig fram og greitt atkvæði. Framboðsfrestur rann út klukkan 14 í gær og þau sem skráðu sig í kosningakerfið fyrir 13. febrúar eru með atkvæðisrétt.

Sem fyrr segir er úrslita prófkjörsins að vænta 13. mars. Allar nánari upplýsingar má nálgast á prófkjörsvef Pírata.

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði...