Prófkjörið er hafið!

Prófkjör Pírata er hafið! Því lýkur 13. mars og þá mun liggja fyrir hver skipa efstu sæti á listum Pírata fyrir næstu alþingiskosningar.

Kosningin er rafræn og fer fram í kosningakerfi Pírata, x.piratar.is 
Á kjörskrá eru um 3300 manns og hefur þeim fjölgað um rúmlega 500 frá upphafi árs.

Píratar munu bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum. Sameiginlegt prófkjör er fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö.

Prófkjör Pírata er opið öllum, hver sem er gat boðið sig fram og greitt atkvæði. Framboðsfrestur rann út klukkan 14 í gær og þau sem skráðu sig í kosningakerfið fyrir 13. febrúar eru með atkvæðisrétt.

Sem fyrr segir er úrslita prófkjörsins að vænta 13. mars. Allar nánari upplýsingar má nálgast á prófkjörsvef Pírata.

Nýjustu fréttir

Mest lesið

X
X