Prófkjöri Pírata lýkur á morgun

Píratar í Hafnarfirði standa nú í prófkjöri til að raða á framboðslista sinn. Í framboði eru 12 hafnfirskir Píratar sem vilja vinna saman að því að gera bæinn betri. Prófkjörinu lýkur 12. mars og þá verður uppröðun lista Pírata ljós.

Frambjóðendur eru að stilla saman strengi fyrir sveitastjórnakosningar og undirbúa kosningavinnuna því búast má við ágætu fylgi Pírata í Hafnarfirði miðað við skoðanakannanir. Helstu málaflokkar Pírata fyrir utan aukinn einstaklingsrétt, gagnsæi og lýðræði eru betri kjör fyrir þá hafnfirðinga sem hafa orðið útundan í stjórnsýslu bæjarins.

Þannig munu Píratar tala fyrir bættum tómstundaúrræðum fyrir börn og unglinga, eflingu á list, hönnun og smásölu, úrbótum í málum leikskóla og leikskólakennara, samgönguúrbótum í takt við fólksfjölgun og viðhaldi grænna svæða í Hafnarfirði, því ljóst er að samhliða mikilli fjölgun íbúa, uppbyggingu nýrra hverfa, þéttingu byggðar og flutningi skrifstofa Icelandair og Tækniskóla í bæinn þarf að styrkja þjónustuinnviði fyrir íbúana.

Píratar stefna í bæjarstjórn.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....