Prófkjör Pírata vegna sveitarstjórnarkosninga 2022
Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí 2022. Hægt er að tilkynna framboð í prófkjöri Pírata í Árborg, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Pírata á Akureyri.
Mikilvægar dagsetningar ÁRBORG og HAFNARFJÖRÐUR
- Frestur til að bjóða sig fram rennur út 1. mars kl.15:00
- Kosning hefst 5. mars kl.15:00
- Kosningu lýkur 12. mars kl. 15:00
Kynningar frambjóðenda á vegum Pírata verða mánudaginn og þriðjudaginn 7.-8. mars. Kynningarnar fara fram í fjarfundarkerfi Pírata og verður streymt á piratar.tv
Mikilvægar dagsetningar AKUREYRI og REYKJANESBÆR
- Frestur til að bjóða sig fram rennur út 14. mars kl.15:00
- Kosning hefst 19. mars kl.15:00
- Kosningu lýkur 26. mars kl. 15:00
Önnur sveitarfélög
Öll þau sem hafa áhuga á að heiðra lista Pírata þetta vorið eru hvött til að bjóða sig fram. Lögð er áhersla á fjölbreyttan lista sem sýnir hinn sanna anda innan hreyfingarinnar þar sem velferð og umhyggja fyrir hvort öðru er í forgrunni.
Önnur sveitarfélög munu hefja sín prófkjör á næstunni og munu Píratar bjóða fram glæsilega lista víðsvegar um landið.
Viltu hafa áhrif í þínu sveitarfélagi? Viltu koma að stefnumótun? Viltu í bæjarstjórn? Hafðu samband við Elsu framkvæmdastjóra til að kanna stöðuna í þínu sveitarfélagi – framkvaemdastjori@piratar.is
Prófkjörsreglur og leiðbeiningar
Hafið samband við Elsu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Pírata, fyrir frekari upplýsingar varðandi prófkjörin. framkvaemdastjori@piratar.is
Reglur og leiðbeiningar má finna á prófkjörssvæðinu: Prófkjör Pírata 2022
Úrslit í prófkjöri Pírata í Reykjavík og Kópavogi má finna hér.