Prófkjör í kosningakerfi Pírata

Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin. Píratar eru eini flokkurinn gerir félögum sínum kleift að hafa áhrif á framboðslista með þátttöku í prófkjöri í ár. Við erum framsækin lýðræðishreyfing og félagsmenn okkar fá alltaf að ákveða hverjir standa í stafninum.
Suðurkjördæmi:
 
Suðvesturkjördæmi
 
Reykjavík Norður og Suður:
 
Norðvesturkjördæmi:
 
Norðausturkjördæmi:

Leiðbeiningar

Til þess að skráðir og kjörgengir Píratar geti tekið þátt þurfa þeir að vera með virka innskráningu – vinsamlega prófið innskráningu og gangið úr skugga um aðgangurinn ykkar virki fyrir kosningu.

Í kosningunni eru tveir listar. Annars vegar listi þeirra sem bjóða sig fram í prófkjörinu, sem birtist hægra megin á síðunni undir textanum “Frambjóðendur í þessari kosningu” og hins vegar sá listi frambjóðenda sem kjósandi hefur valið á atkvæðið sitt.

Leiðbeiningar fyrir innskráningu

Leiðbeiningar fyrir kosningar

Kosningin fer þannig fram að kjósandi smellir á “kjósa” takkann hjá þeim frambjóðendum sem hann vill hafa á atkvæðaseðli sínum. Þegar smellt er á takkann hverfur frambjóðandinn af lista þeirra sem eru í framboði og birtist á atkvæðaseðlinum í staðinn. Það má kjósa einn eða alla. Þeir sem eftir verða á lista frambjóðenda (og rata ekki inn á atkvæðaseðil kjósanda) eru sjálfkrafa settir jafnir í neðsta sæti atkvæðaseðilsins.

Næsta skref er að forgangsraða frambjóðendum á atkvæðaseðli. Það er gert með því að smella á upp eða niður örvarnar til þess að færa frambjóðanda ofar eða neðar á atkvæðaseðlinum. Einnig er hægt að smella á x takkann til þess að fjarlægja frambjóðanda af atkvæðaseðli og setja hann aftur í lista frambjóðenda hægra megin. Kjósandi getur einnig dregið frambjóðendur til með því að smella, og halda, með músinni og draga frambjóðendur upp eða niður á atkvæðaseðlinum sínum.

Atkvæði kjósanda er sífellt uppfært þannig að allar breytingar vistast sjálfkrafa alveg þangað til kosningu lýkur. Ef kjósandi klárar að raða á lista í dag og kemur aftur á morgun til að breyta þá er sú útgáfa atkvæðisins, eins og hún var þegar kjósandi skildi síðast við seðlinn, notuð til þess að reikna út niðurstöður kosninganna. Kjósandi getur breytt atkvæði sínu alveg þangað til kosningu lýkur. Það þarf ekki að ýta á neinn “vista” takka. Bara raða frambjóðendum.

Það er mikilvægt að skilja hvernig talið er af atkvæðaseðlinum. Talningaraðferðin sem er notuð heitir Schulze og gengur út á það að sá frambjóðandi verður efstur sem er oftast valinn fram yfir alla aðra frambjóðendur. Ekki endilega sá sem er oftast í efsta sæti á atkvæðaseðli kjósenda. Talningin sem skiptir máli er hvort frambjóðandi var ofar á atkvæðaseðlinum eða ekki. Hversu mörgum sætum ofar, á milli tveggja frambjóðenda, skiptir engu máli á einstökum atkvæðaseðli. Frambjóðandi A sem er settur í fyrsta sæti fær eitt stig fram yfir frambjóðanda B hvort sem B er í öðru eða tíunda sæti. Auðvitað ef frambjóðandi B er í tíunda sæti þá eru auðvitað átta aðrir frambjóðendur sem fá stig umfram hann líka.

Þarftu hjálp?

Ef þú kemst enn ekki inn í kosningakerfið eftir að hafa fylgt leiðbeiningunum hér að ofan þá veitum við aðstoð – skrifaðu okkur á framkvaemdastjori(at)piratar.is eða hringdu í Pírata í síma 546-2000 og við reynum að aðstoða þig eftir bestu getu.