Píratar XP

Pítsumeðmæli Ungra Pírata

Pítsumeðmæli Ungra Pírata á Austurvelli í dag heppnuðumst vonum framar og voru ungmennin sem þar tóku þátt í baráttu fyrir framtíð sinni afar sátt við að fá heita pítsu í kuldanum.

Hér fylgir tilkynning sem send var út vegna pítsumeðmælanna í gær:

Ungir Píratar fordæma mútur skólastjórnenda sem reyna að halda börnum og ungmennum frá því að berjast fyrir aðgerðum í loftslagsmálum með því að gefa þeim pizzur. Ungir Píratar hafa því ákveðið að sýna stuðning sinn við baráttuna í verki með því að bjóða upp á pizzu í loftslagsverkfallinu sem hefst klukkan 12 á Austurvelli á morgun, föstudag. Engin ungmenni þurfa því að velja á milli pizzu eða ekki-pizzu í hádegismat og geta þess í stað einbeitt sér að stóru málunum – hlýnun jarðar.

Landssamtök íslenskra stúdenta, sem hafa staðið fyrir loftslagsverkfalli undanfarna föstudaga á Austurvelli ásamt SÍF, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, og Ungum umhverfissinnum sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá þessum mútum frá stjórnendum einstaka skóla ásamt hótunum um að þeir nemendur sem taki baráttu fyrir framtíð sinni fram yfir skólann fái skróp í kladdann.

Ungir Píratar lýsa yfir stuðningi við loftslagsverkfallið og taka undir þá kröfu skipuleggjenda að að Ísland taki af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi yfir neyðarástandi og láti hið minnsta 2,5% af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða.

Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli um allan heim og var hún í vikunni tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir baráttu sína fyrir umhverfinu. Hún hefur verið innblástur mótmæla ungmenna um allan heim og hefur loftslagsverkfallið verið afar fjölmennt hér á landi.

Loftslagsbreytingar eru mesta váin sem við stöndum frammi fyrir og það er skylda okkar allra að taka stöðuna alvarlega. Það eru mannréttindi að taka þátt í mótmælum gegn því að Jörðin sé lögð í rúst af mannkyninu. Börnin eru framtíðin og Jörðin er þeirra þegar þeir sem eldri eru hverfa frá. Barátta gegn loftslagsbreytingum stendur því börnum og ungmennum sérlega nærri.

Í grunngildum Pírata er lögð áhersla á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Þá er takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Með vísan í þessi gildi teljum við það skyldu okkar að styðja við þau ungmenni sem vilja hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.

Myndir/Róbert Douglas

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X