Pírati vikunnar: Hans Jónsson

Pírati vikunnar er Hans Jónsson, ritari Pírata á Norðurlandi.

 1. Hvers vegna ert þú Pírati?
  Ég las píratakóðann, síðan las ég grunnstefnuna og uppgötvaði að ég er Pírati. 
  Þegar ég fór og kynnti mér starfsemi Pírata og komst að því að þetta voru ekki bara falleg orð á vefnum heldur hlutir sem fólk raunverulega var sammála um og vildi í alvörunni vinna út frá. Mér fannst þetta einfaldlega frábært og það var æðislegt að fá að vera með.

 

 1. Hvaða álegg færðu þér á pítsu?
  Nánast allt nema sjávarfang og banana.
  Þistilhjörtu eru til dæmis æðisleg á pítsu. Besta þriggja áleggja pizzan er með beikoni, þistilhjörtum og hvítlauk. Skinka, pepperoni og ananas er klassík líka.

 

 1. Uppáhalds heimildamyndin?
  Ég bara veit það ekki. Ég á voðalega lítið af uppáhöldum almennt. 
  Ég er búinn að vera að horfa slatta á heimildarmyndir um réttindastöðu hinsegin fólks um allan heiminn undanfarið og ég bíð óþreyjufullur eftir Happy Birthday Marsha. 
  Mæli einnig með Paris is Burning, For the Bible Tells Me So, og Do I Sound Gay. 
  Að vísu eru flestar hinsegin heimildarmyndir alls ekki fyrir viðkvæma.

 

 1. Hvaða grunngildi Pírata skiptir þig mestu máli?
  Held að hugmyndir um gagnrýna hugsun og upplýstar áherslur sé uppáhaldið enda held ég að það sé grunnurinn að öllu hinu.
  Það er rökrétt að standa vörð um borgararéttindi og byggja upp réttlátt samfélag því sem slíkt samfélag er stöðugra og heilbrigðara.

 

 1. Uppáhalds tölvuleikurinn?
  Aftur, ekki beint uppáhald, en ég er búinn að vera að spila Dragon Age-seríuna endurtekið. Ætla að deita alla, nema Solas. Hann er hrokafullur lygari!
  Ég er líka búinn að eyða nokkuð mörgum klukkustundum í Sims og Fallout.
  Það er einn leikur sem ég er búinn að vera að bíða eftir frá því að ég heyrði af honum fyrst og ég vil hvetja alla tölvuleikjanördana þarna úti til þess að kynna sér og heitir hann Hellblade. Seriously, þessi leikur verður Awesome!

 

 1. Hvernig er eðlilegast að fjármagna starfsemi ríkisins?
  Í fysta lagi með eðlilegu gjaldi fyrir náttúruauðlindir og aðrar auðlindir landsins.
  Í öðru lagi með sanngjarnri skattheimtu.
  Ef við myndum stunda ábyrgari auðlindastjórnun væri jafnvel hægt að lækka skattheimtu að hluta.

 

 1. Uppáhalds bókin?
  Ég elska góð smásagnasöfn eins og Pump Six, og Wastelands eitt og tvö. Það eru ótrúlegustu gimsteinar sem að finnast inn í svona söfnum af góðum sci-fi og fantasíu smásögum og þetta er uppáhalds leiðin mín til að finna nýa og spennandi höfunda að kynna mér frekar.

 

 1. Hvaða app notar þú mest?
  Spotify… eða Audible… fer eftir því hvort ég er frekar í skapi fyrir bókmenntir eða tónlist.

 

 1. Mikilvægasta þingmálið nú?
  Stjórnarskráarmálið er mikilvægast þar til það er klárað. Þá taka við aðrar kerfisbreytingar.

 

 1. Hvaða sögu segja foreldrar þínir alltaf af þér?
  Held það sé engin ein saga sem að þau segja alltaf af mér. Eiginlega er ég ekki viss um að þau segi sögur af mér. Ef þau gera það þá er ég vanalega ekki viðstaddur.

 

 1. Irc nafn?
  Miniar.

 

 1. Mikilvægasta réttarbótin í íslensku samfélagi?
  Fyrir utan stjórnarskrána?
  Það væri frábært ef við gætum tekið til í mannréttindamálum hinsegin fólks og rifið Ísland upp úr 16. sæti á lista yfir stöðu mannréttinda hinsegin fólks í Evrópu. Það ætti ekki að vera umdeilt og gæti verið hægt að ná fljótt í gegn.  

 

 1. Sega vs. Nintendo vs. PlayStation?
  Við áttum gamla ferkantaða NES, klassísku gömlu með ferköntuðu fjarstýringarnar.
  Mig langar í þessa nýju ferköntuðu með innbyggðu leikjunum.
  PS1 var líka kúl, og PS2 sem að keyrði líka gömu PS1 leikina, en þessi geta að spila gömlu leikina er ekki lengur það sem að PS gerir skilst mér þannig að ég hætti að fylgjast með.
  Hef aldrei átt Sega.
  Ég spila helst tölvuleiki á PC-fartölvunni minni.

 

 1. Hver er þín helsta fyrirmynd?
  Veit það ekki.
  Ég lít mikið upp til fullt af fólki fyrir mismunandi hluti.

 

 1. Lífsmottó?
  Fuck it… why not?