Pírati neyðist til að mæta með lepp í sjónvarpsútsendingu

Vísir.is fjallar um augnmeiðsl sem valda því að Eva Pandóra mun þurfa að mæta með lepp í sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2.

Eva Pandóra Baldursdóttir, þingmaður og leiðtogi Pírata í Norðvesturkjördæmi, neyðist til að mæta með lepp í sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 í kvöld.

Eva greinir frá þessu í færslu á Facebook nú í hádeginu þar sem hún segir eins árs gamla dóttur sína hafa klórað sig í augað. Þetta hafi leitt til þess að Eva neyðist nú að læknisráði til að vera með lepp sem hún þarf að skarta fram yfir helgi.

Leiðtogar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis í Norðvesturkjördæmi munu mætast í sjónvarpssal á Stöð 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19:10.