Pírataverkefni fær alþjóðlegan styrk upp á 270 milljónir króna

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar, sem Píratar stýra, fær alþjóðlega viðurkenningu og veglegan fjárhagsstuðning frá Bloomberg Philanthropies.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírati og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera magnaða viðurkenningu á þeirri þróun sem hefur orðið á vettvangi borgarinnar undanfarin ár og sýnir að við erum á hárréttri leið. „Þetta mun hjálpa okkur að hraða ferlinu og eru virkilega frábærar fréttir!“

Reykjavík er meðal sex framsækinna borga sem fá veglegan fjárstuðning.

Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala til að styðja við og hraða stafrænni umbreytingu á þjónustu borgarinnar. Á gengi dagsins í dag eru það um 273 milljónir króna. Reykjavík var valin úr stórum hópi borga sem sóttu um þátttöku í verkefninu „Build Back Better“ sem ætlað er að hraða stafrænni umbreytingu svo bæta megi líf og lífsgæði jarðarbúa í kjölfar heimsfaraldurs. Auk fjárstuðnings felur þáttakan í sér aðgang að heimsþekktum sérfræðingum á svið stafrænnar þróunar og alþjóðlegt samstarf. Aðrar borgar sem voru valdar til þátttöku í verkefninu eru Amsterdam í Hollandi, San Francisco og Chicago í Bandaríkjunum, Mexikóborg í Mexikó og Bogotá í Kólombíu.

Áralöng vegferð
Reykjavíkurborg hóf stafræna vegferð sína seinni hluta 2015 þegar farið var að kanna stafræna getu borgarinnar með framkvæmd tilraunaverkefna í afmarkaðri einingu á skrifstofu þjónustu- og rekstrar. Með stofnun Þjónustu- og nýsköpunarsviðs um mitt ár 2019 hófst formleg uppbygging stafrænnar færni innan borgarinnar. Stafræn fag- og upplýsingatækniteymi tóku að starfa þvert á starfsemi borgarinnar auk þess sem tilraunaverkefni voru sköluð upp í nothæfar lausnir.

Bloomberg Philanthropies leggur áherslu á að skapa varanlegar breytingar á fimm lykilsviðum: Listir, menntun, umhverfi, nýsköpun stjórnvalda og lýðheilsu en Bloomberg Philanthropies veitti 1,6 milljörðum dala til þessa árið 2020. Styrkirnir í ár eru þeir fyrstu sem einbeita sér eingöngu að stafrænni umbreytingu. Bloomberg Philanthropies hefur fjármagnað svokölluð „i-teymi“ frá árinu 2011 til að aðstoða borgarstjóra við að knýja fram nýjar lausnir til að leysa þéttbýlisáskoranir 21. aldarinnar. Með fjárframlagi upp á tæplega 2,2 milljónir bandaríkjadala til næstu þriggja ára verður „i-teymi“ nú sett á laggirnar hjá Reykjavíkurborg, nýsköpunarteymi sem hjálpa mun borginni að nýta frekar gögn og stafræna tækni til að bæta opinbera þjónustu og finna skapandi leiðir til að skapa verðmæti fyrir samfélagið.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....