Boðað til Pírataþings

Helgina 13. – 14. febrúar er grasrót Pírata boðið til Pírataþings.

Vegna samkomutakmarkanna verður þingið haldið á fjarfundaforriti, nánara fyrirkomulag verður auglýst síðar.

Markmið þingsins er að ræða og ákveða áherslur Pírata í komandi kosningum. Stefnumótun og áherslur fyrir kosningabaráttuna byggir á skilaboðum Pírataþingsins.

Pírataþingið stendur í tvo daga og verður framkvæmt með Open space aðferðinni og þýðir það að ekki er fyrirfram mótið dagskrá heldur geta allir viðstaddir stungið upp á umræðuefnum sem síðan eru rædd í smærri hópum. Þannig eru það þátttakendur sjálfir sem leggja til umræðuefni og raða viðfangsefnum eftir mikilvægi. Það er því mikilvægt að mæta og taka þátt til að hafa áhrif á stefnu Pírata í kosningabaráttunni.

Ef þú brennur fyrir stefnumálum sem ættu að vera í forgangi fyrir alþingiskosningar 2021 þá er þetta þitt tækifæri til að setja það á dagskrá og fá um það umræðu og aðkomu annarra Pírata.

Fundarstjóri er Eva Pandora Baldursdóttir
Ábyrgðaraðilar: Stefnu- og málefnanefnd

Dagskrá:

Laugardagur 13. febrúar

13:00 Þing sett

18:00 Þinghlé

Sunnudagur 14. febrúar

13:00 Þing áframhaldið

17:00 Þingi slitið

Dagana eftir þingið mun Stefnu- og málefnanefnd ásamt starfsfólki Pírata vinna úr afrakstri þingisns og móta úr henni helstu áherslur í komandi kosningabaráttu Pírata.

Afraksturinn verður kynntur fljótlega eftir þingið.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....