Helgina 13. – 14. febrúar er grasrót Pírata boðið til Pírataþings.
Vegna samkomutakmarkanna verður þingið haldið á fjarfundaforriti, nánara fyrirkomulag verður auglýst síðar.
Markmið þingsins er að ræða og ákveða áherslur Pírata í komandi kosningum. Stefnumótun og áherslur fyrir kosningabaráttuna byggir á skilaboðum Pírataþingsins.
Pírataþingið stendur í tvo daga og verður framkvæmt með Open space aðferðinni og þýðir það að ekki er fyrirfram mótið dagskrá heldur geta allir viðstaddir stungið upp á umræðuefnum sem síðan eru rædd í smærri hópum. Þannig eru það þátttakendur sjálfir sem leggja til umræðuefni og raða viðfangsefnum eftir mikilvægi. Það er því mikilvægt að mæta og taka þátt til að hafa áhrif á stefnu Pírata í kosningabaráttunni.
Ef þú brennur fyrir stefnumálum sem ættu að vera í forgangi fyrir alþingiskosningar 2021 þá er þetta þitt tækifæri til að setja það á dagskrá og fá um það umræðu og aðkomu annarra Pírata.
Fundarstjóri er Eva Pandora Baldursdóttir
Ábyrgðaraðilar: Stefnu- og málefnanefnd
Dagskrá:
Laugardagur 13. febrúar
13:00 Þing sett
18:00 Þinghlé
Sunnudagur 14. febrúar
13:00 Þing áframhaldið
17:00 Þingi slitið
Dagana eftir þingið mun Stefnu- og málefnanefnd ásamt starfsfólki Pírata vinna úr afrakstri þingisns og móta úr henni helstu áherslur í komandi kosningabaráttu Pírata.
Afraksturinn verður kynntur fljótlega eftir þingið.