Píratar XP

Boðað til Pírataþings

Helgina 13. – 14. febrúar er grasrót Pírata boðið til Pírataþings.

Vegna samkomutakmarkanna verður þingið haldið á fjarfundaforriti, nánara fyrirkomulag verður auglýst síðar.

Markmið þingsins er að ræða og ákveða áherslur Pírata í komandi kosningum. Stefnumótun og áherslur fyrir kosningabaráttuna byggir á skilaboðum Pírataþingsins.

Pírataþingið stendur í tvo daga og verður framkvæmt með Open space aðferðinni og þýðir það að ekki er fyrirfram mótið dagskrá heldur geta allir viðstaddir stungið upp á umræðuefnum sem síðan eru rædd í smærri hópum. Þannig eru það þátttakendur sjálfir sem leggja til umræðuefni og raða viðfangsefnum eftir mikilvægi. Það er því mikilvægt að mæta og taka þátt til að hafa áhrif á stefnu Pírata í kosningabaráttunni.

Ef þú brennur fyrir stefnumálum sem ættu að vera í forgangi fyrir alþingiskosningar 2021 þá er þetta þitt tækifæri til að setja það á dagskrá og fá um það umræðu og aðkomu annarra Pírata.

Fundarstjóri er Eva Pandora Baldursdóttir
Ábyrgðaraðilar: Stefnu- og málefnanefnd

Dagskrá:

Laugardagur 13. febrúar

13:00 Þing sett

18:00 Þinghlé

Sunnudagur 14. febrúar

13:00 Þing áframhaldið

17:00 Þingi slitið

Dagana eftir þingið mun Stefnu- og málefnanefnd ásamt starfsfólki Pírata vinna úr afrakstri þingisns og móta úr henni helstu áherslur í komandi kosningabaráttu Pírata.

Afraksturinn verður kynntur fljótlega eftir þingið.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X