Píratar taka skil á skattaskjólaskýrslu Bjarna Benediktssonar fyrir

Í dag verður sérstök umræða á Alþingi, þar sem Björn Leví Gunnarsson,

þingmaður Pírata er frummælandi um skattaskjólaskýrslu Bjarna

Benediktssonar.

Björn Leví hafði frumkvæði að þessari umræðu til þess að draga fram

staðreyndir um skil skýrslunnar og afleiðingarnar af því að þetta

mikilvæga plagg kom ekki fyrir sjónir almennings fyrir kosingar –

kosningar sem haldnar voru einmitt vegna umfjöllunar um eignir

Íslendinga í skattaskjólum – og þá staðreynd að 2 ráðherrar voru meðal

600 Íslendinga sem nefndir voru í Panamaskjölunum – sannkallað heimsmet

án höfðatölu.

Efni þessarar skýrslu varðar almannahag og skýringar ráðherra á aðkomu

sinni að þessu máli eru engan veginn fullnægjandi. Það er kominn tími

til þess að brjóta þann múr refsi- og ábyrgðarleysis sem ráðherrar telja

sig varinn af þegar kemur að embættisgjörðum sínum. Það er til vitnis um

hnignun stjórnmálanna að ráðherar virðast líta þannig á að einungis brot

á hegningarlögum geti verið ástæða afsagnar – þegar staðreyndin er sú

að brot á trausti ætti að vera nægileg ástæða til afsagnar ráðherra.

Spilling hefur margar birtingarmyndir og ein hin alvarlegasa felst í

atferli sem dregur úr trausti almennings á stofnunum og reglu samfélagsins