Píratar sýna myndina Plastic Planet

Píratar bjóða í kvöld ókeypis í bíó á heimildarmyndina Plastic Planet eftir Werner Boote. Hún fjallar á hispurslausan hátt um plastiðnaðinn og áhrifin sem plastið hefur á umhverfi okkar og heilsu.

Myndin er sýnd í Bíó Paradís, sal 3, klukkan 20:00. Allir velkomnir.