Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins?

Enn og aftur mælast Píratar stærsta stjórnmálaafl landsins, ef tekið er mark á þeim sem gáfu upp hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið væri til kosninga nú.

Fylgi stjórnmálaflokka skv. Þjóðarpúlsi Gallup

Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup en í frétt RÚV.is um  málið er vitnað í Helga Hrafn Gunnarsson, háttvirtan þingmann Pírata sem sagði um tíðindin:

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segir að niðurstöður könnunarinnar séu ánægjulegar en þetta komi einnig svolítið á óvart því hann taki öllum skyndilegum sveiflum með fyrirvara. „Ef ég á að segja alveg eins og er bjóst ég við að þetta færi eitthvað aftur niður því sveiflan var svo mikil,“ segir Helgi Hrafn, sem virtist orðlaus í fyrstu þegar fréttamaður sagði honum niðurstöðurnar. Hann segir þó margt geta breyst á þeim tæpu tveimur árum sem eru til kosning.

„Ég get ekki túlkað það öðruvísi en hingað til að með þessu séu aðspurðir að undirstrika að þeir vilji kerfisbreytingar, ekki bara mannabreytingar heldur kerfisbreytingar,“ segir Helgi Hrafn. Það sé orðin gömul lumma að tala um gamaldags stjórnmál og ný stjórnmál, breyta verði því hvernig kerfið virkar. „Það er ekki nóg að skipta út fólkinu og setja nýjar áherslur, heldur þarf að breyta ákvarðatökuferlinu. Hann segir mikilvægast að færa valdið nær fólkinu.

Sjá nánar frétt RÚV.is: Píratar með 30 prósenta fylgi

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....