Píratar sækja í Suðurkjördæmi

Píratar voru stofnaðir formlega í Suðurkjördæmi um síðustu helgi. Laugardaginn 3. oktober, 2015 var haldinn stofnfundur Pírata í Suðurkjördæmi í félagsheimilinu Þingborg. Umræður og kosningar voru um lög félagsins og var niðurstaðan sú að hafa varnarþing þess á Selfossi.

Kosið var í stjórn og nýju stjórnina skipa:
Elín Finnbogadóttir kapteinn, Sigurður Á. Hreggviðsson, Valgeir Valsson, Þórólfur Júlían Dagsson og Jack Hrafnkell Daníelsson. Varamenn eru Kristinn Ágúst Eggertsson og Hrafnkell Brimar Hallmundsson.

Ákveðið verður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar hverjir taka að sér starf ritara og gjaldkera.

Umræður um næstu skref voru líflegar og skemmtilegar og má segja með sanni að mikill hugur sé í fólki. Píratar í Suðurkjördæmi er landshlutafélag sem nær frá Suðurnesjum til Hafnar í Hornafirði.
Píratar eru stjórnmálaafl sem berst fyrir raunverulegu gegnsæi og ábyrgð í stjórnkerfinu, auknu aðgengi að upplýsingum, beinu lýðræði, upplýsingafrelsi og endurskoðun höfundarréttar. Þeir leggja áherslu á mikilvægi lýðræðislegra, opinna vinnubragða og gagnrýninnar hugsunar við ákvarðanatöku.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....