Tillaga Pírata samþykkt!
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum á þriðjudag tillögu Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að birta fylgigögn með fundargerðum bæjarstjórnar, bæjarráðs og fastanefnda á vef bæjarins. Þetta er langþráð breyting en fulltrúar Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur tóku þátt í að koma þessu verklagi á árið 2016. Með þessu eru stigin mikilvæg skref í átt að auknu gagnsæi og lýðræði.
Lengi vel hefur tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa aðgangshindranir að opinberum gögnum, en slíkt tryggir að aðeins þeir sem þekkja hindrunarbrautina geti aflað sér gagna. Fjölmörg dæmi er enn um slíkt, svo sem aðgangur að ársreikningaskrá og Lögbirtingablaðinu, svo fátt eitt sé nefnt. Píratar hafa ávallt staðið gegn slíku framferði, enda er jafnt aðgengi að upplýsingum jafn mikilvægt í lýðræðissamfélagi og tjáningarfrelsi.
Bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir að um langþráða breytingu sé að ræða.
„Með þessu eru stigin mikilvæg skref í átt að auknu gagnsæi. Almenningi gefst nú kostur á að kynna sér forsendur mála sem eru til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn og fastanefndum án þess að þurfa að óska sérstaklega eftir þeim. Þetta einfaldar þannig um leið vinnu fjölmiðla sem vilja nálgast gögn og starfsfólks í þjónustuveri sem áður sá um að útvega þau samkvæmt beiðnum hverju sinni” Sigurbjörg Erla.
Frétt um þennan merka áfanga má lesa á vefsíðu Fréttablaðsins: https://www.frettabladid.is/frettir/aukid-gagnsaei-i-stjornsyslu-kopavogs/
Frekari upplýsingar
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fulltrúi Pírata í Kópavogi: www.kopavogur.is
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir á Facebook: @SigurbjorgErla