Píratar ræða sjávarútvegsmál

Píratar boða til málfundar um sjávarútvegsmál kl 13, þann 31. janúar næstkomandi.

Tilgangur fundarins er að upplýsa Pírata og aðra áhugasama um núverandi fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, kosti og galla kerfisins, hliðarárif o.s.frv.
Spurningar úr sal eru æskilegar og vænst fjörlegra umræðna að píratasið.

Fundurinn er haldinn í salnum Esju á Hótel Sögu við Hagatorg/Háskólabíó. Laugardaginn 31. janúar 2015 kl. 13 til 16.

Farið verður yfir sjávarútvegsmálin með helstu hagsmunaaðilum og óháðum aðilum.Tilgangur fundarins er að fá fram sem mestar og bestar upplýsingar sem síðan verða lagðar til grundvallar að stefnu pírata í sjávarútvegsmálum. Fundurin er fyrst og fremst upplýsingasöfnun og umræða. allir þeir sem hafa eitthvað til málana að leggja fá tækifæri til að spyrja mælendur úr sal.

Þeir sem mæla á fundinum verða

  • Samband fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍU)
  • Landsamband smábátaeigneda
  • Ólafur Jónsson Togaraskipstjóri og andstæðingur kvótakerfisins
  • Guðbjörn Jónsson Höfundur bókarinar Í nærmynd um stjórn fiskveiða.

óhefðbundinn sjávarútvegur