Píratar leita eftir öflugum og drífandi einstakling til þess að sinna starfi framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri Pírata ber ábyrgð á rekstri flokksins, umsjón skrifstofu og annarra rýma á vegum flokksins, framkvæmd laga flokksins og eftirfylgni laga landsins. Framkvæmdastjóri aðstoðar aðildarfélög Pírata við rekstur og fjármögnun, vinnur náið með bókara og endurskoðanda til að standa við ársreikningaskil flokksins.
Framkvæmdastjóri vinnur náið með yfirstjórn flokksins, kjörnum fulltrúum og grasrót flokksins og sinnir sameinandi hlutverki til að tengja þessa anga flokksins saman. Framkvæmdastjóri þarf að gæta hlutleysi þegar það kemur að einstaka málefnum í stjórnmálum og skapa rými fyrir skoðanaskipti félaga. Stóru markmið framkvæmdastjóra er að stækka flokkinn, fjölga kjörnum fulltrúum og búa til fleiri Pírata.
Helstu verkefni:
- Umsjón með daglegum rekstri félagsins.
- Umsjón með starfsmannamálum.
- Hlúa að grasrót Pírata og móta félagsstarf meðlima.
- Framkvæmd laga flokksins og eftirfylgni laga landsins
- Útdeiling verkefna og umsjón með verktökum sem vinna fyrir flokkinn.
- Fjárhagsáætlun í samstarfi við fjármálaráð flokksins.
- Viðburðahald á vegum flokksins.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum.
- Reynsla af stjórnmála- og/eða félagsstarfi.
- Leiðtogahæfni og framúrskarandi samskiptahæfni.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Jákvætt viðmót, drifkraftur og frumkvæði.
- Færni í að tjá sig í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.
Píratar eru stjórnmálaafl sem berst fyrir raunverulegu gegnsæi og ábyrgð í stjórnkerfinu, auknu aðgengi að upplýsingum, beinu lýðræði, endurskoðun höfundarréttar, sjálfbærni, upplýsingafrelsi og nýrri stjórnarskrá.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember næstkomandi.
Umsóknir óskast fylltar út hér.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).