Píratar og Ungir Píratar boða til funda vegna stöðunnar á húsnæðismarkaði

Staðan á húsnæðismarkaði er grafalvarleg. Stjórnvöld hafa skapað ástandið með lélegri hagstjórn sem einkennist ýmist af lýðskrumskenndum skammtímalausnum eða því að hunsa vandamálin gjörsamlega. Skortur á húsnæði hefur hækkað verð á húsnæði og leigu, en það mætti segja að leigumarkaðurinn hafi farið verst út úr þessu. Ástandið hefur lengi verið slæmt, og hefur hratt farið versnandi, og því spyr ungt fólk sig í dag: verðum við eignalausa kynslóðin? Verðum við sú kynslóð sem verður sett algjörlega til hliðar og hunsuð?

Við segjum nei. Við köllum eftir tafarlausum aðgerðum til þess að bæta stöðuna á húsnæðismarkaðnum. Það er engin töfralausn, ekkert eitt kosningaloforð sem reddar þessu, það þarf aðgerðir þar sem aðilar frá bæði ríki og sveitarfélögum vinna höndum saman til að bæta ástandið þverpólitískt. Enn fremur krefjumst við þess að í þeirri vinnu verði þarfir og vilji ungs fólks höfð til viðmiðunar, því hagsmunir þess hafa verið gjörsamlega hunsaðir árum saman. Við þurfum að forðast skammtímalausnir sem miða að því að auka fjölda einbýlishúsa í úthverfum og skapa þess í stað aðstæður þar sem fólk getur valið sér mismunandi tegundir af húsnæði.

Í ljósi þessara aðstæðna boða Píratar til þverpólitískrar pallborðsumræðu í höfuðstöðvum sínum, Tortuga, þann 20. mars næstkomandi kl 20:00. Auk þess standa Ungir Píratar, Ung Vinstri Græn, Ungir Jafnaðarmenn og Samband Ungra Framsóknarmanna saman að málfundi um þessi mál í Stúdentakjallaranum þann 15.mars kl 20:00. Á báðum viðburðum munu koma saman stjórnmálamenn og sérfræðingar í málaflokknum til að ræða málin og svara spurningum úr sal.

Viðburðurinn í Tortuga: https://www.facebook.com/events/780221622130575/

Viðburðurinn í Stúdentakjallaranum: https://www.facebook.com/events/1836793949898527/

Mynd með frétt: Sharonang/Pixabay

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....