Píratar mynda ríkisstjórn í Tékklandi

Tékkneskir Píratar hafa samþykkt að taka sæti í ríkisstjórn landsins. Píratar munu leiða tvö ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn, utanríkisráðuneytið og ráðuneyti byggðamála og stafrænna umskipta, auk þess að stýra laganefnd tékkneska þingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Píratahreyfingin á heimsvísu á aðild að ríkisstjórn en rúmlega 82 prósent Pírata í Tékklandi samþykktu stjórnarmyndunina.

Á vef evrópskra Pírata er haft eftir Marcel Kolaja, þingmanni tékkneskra Pírata og varaforseta Evrópuþingsins, að stafræn umskipti og gagnsæi verði meðal helstu áherslna Pírata í nýrri ríkisstjórn. Þar að auki muni þeir auka vægi vísinda, rannsókna og nýsköpunar hjá hinu opinbera. Mikuláš Peksa, samflokksmaður hans, tekur í sama streng og segir nauðsynlegt að blása lífi í tékkenskan efnahag. Það verði best gert með því að leggja áherslu á grænvæðingu hagkerfisins, sjálfbæra auðlindanýtingu og hringrásarhugsun í efnahagsmálum.

Ríkisstjórn Tékklands er samansett úr tveimur kosningabandalögum sem samanlagt fengu meirihluta í þingkosningunum þar í landi í október. Stjórnarmeirihlutinn er með 108 sæti af 200 í neðri deild tékkneska þingsins og verða ráðherraembættin 18 talsins.

Við óskum tékkneskum Pírötum til hamingju með sæti sitt í nýrri ríkisstjórn Tékklands. Píratar eru alþjóðleg hreyfing sem berst fyrir borgararéttindum og gagnsæi víðar en bara á Íslandi og vonum við að Tékkar geti haft gott af Pírataáherslum í ríkisstjórn. Gratulujeme!

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....