Píratar með bestu loftslagsstefnuna – aftur!

Aðrar kosningarnar í röð er stefna Pírata talin sú besta.

Píratar eru með bestu loftslagsstefnuna, aðrar kosningarnar í röð. Þetta varð ljóst í hádeginu í dag þegar Ungir umhverfissinnar (UU) kynntu úttekt sína á loftslagsstefnum allra flokka sem bjóða fram 25. september.

Píratar skoruðu hæst allra flokka á kvarða UU, sem bar nafnið Sólin og má fræðast um hér. Gefnar voru einkunnir í þremur flokkum og fengu Píratar flest stig í flokknum Loftsslagsmál af öllum flokkum. Píratar fengu alls 81,2 stig af 100 mögulegum.

Loftslagsmál hafa alltaf skipt Pírata máli, sem sést best á því að Píratar voru líka með bestu loftslagsstefnuna fyrir kosningarnar árið 2017 að mati Loftslag.is.

Loftsslagsstefnu Pírata – sem er best allra flokka fyrir komandi kosningar – má lesa í heild sinni hérna.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....