Píratar XP

Píratar með bestu loftslagsstefnuna – aftur!

Aðrar kosningarnar í röð er stefna Pírata talin sú besta.

Píratar eru með bestu loftslagsstefnuna, aðrar kosningarnar í röð. Þetta varð ljóst í hádeginu í dag þegar Ungir umhverfissinnar (UU) kynntu úttekt sína á loftslagsstefnum allra flokka sem bjóða fram 25. september.

Píratar skoruðu hæst allra flokka á kvarða UU, sem bar nafnið Sólin og má fræðast um hér. Gefnar voru einkunnir í þremur flokkum og fengu Píratar flest stig í flokknum Loftsslagsmál af öllum flokkum. Píratar fengu alls 81,2 stig af 100 mögulegum.

Loftslagsmál hafa alltaf skipt Pírata máli, sem sést best á því að Píratar voru líka með bestu loftslagsstefnuna fyrir kosningarnar árið 2017 að mati Loftslag.is.

Loftsslagsstefnu Pírata – sem er best allra flokka fyrir komandi kosningar – má lesa í heild sinni hérna.

Tengdar fréttir

Nýjustu færslur

 

Skoðun

X
X
X