Píratar leita að starfsmanni í Strassbourg

Þingflokkur Pírata leitar að starfsmanni í hlutastarf til að aðstoða formann laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsins, en formaður hennar starfsárið 2018 til 2019 er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Starfsstöð aðstoðarmanns er í Strassbourg. Æskilegt að viðkomandi búi þar eða sé reiðubúinn að standa straum af kostnaði við ferðir þangað.

Starfssvið

Aðstoð við undirbúning mála á Evrópuráðsþinginu

Skipulagning nefndarfunda ásamt starfsfólki Evrópuráðsþingsins

Gerð minnisblaða úr lagalegum álitaefnum

Aðstoð við formann laga- og mannréttindanefndarinnar að öðru leyti

Menntunar- og hæfniskröfur

Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi

Haldgóð þekking á Evrópuráðsþinginu og stofnunum þess

Brennandi áhugi og skilningur á mannréttindum, lýðræði og réttarríkinu

Íslensku- og enskukunnátta skilyrði, frönskukunnátta kostur

Reynsla af ritun faglegs texta á íslensku og ensku

Vinnufyrirkomulag

Samningsatriði, en fylgir að mestu leyti eftir starfsáætlun Evrópuráðsþingsins

Frekari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Rafn Rafnsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið eirikurrafn@althingi.is fyrir 26. september.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....