Þingflokkur Pírata leitar að starfsmanni í hlutastarf til að aðstoða formann laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsins, en formaður hennar starfsárið 2018 til 2019 er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Starfsstöð aðstoðarmanns er í Strassbourg. Æskilegt að viðkomandi búi þar eða sé reiðubúinn að standa straum af kostnaði við ferðir þangað.
Starfssvið
Aðstoð við undirbúning mála á Evrópuráðsþinginu
Skipulagning nefndarfunda ásamt starfsfólki Evrópuráðsþingsins
Gerð minnisblaða úr lagalegum álitaefnum
Aðstoð við formann laga- og mannréttindanefndarinnar að öðru leyti
Menntunar- og hæfniskröfur
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
Haldgóð þekking á Evrópuráðsþinginu og stofnunum þess
Brennandi áhugi og skilningur á mannréttindum, lýðræði og réttarríkinu
Íslensku- og enskukunnátta skilyrði, frönskukunnátta kostur
Reynsla af ritun faglegs texta á íslensku og ensku
Vinnufyrirkomulag
Samningsatriði, en fylgir að mestu leyti eftir starfsáætlun Evrópuráðsþingsins
Frekari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Rafn Rafnsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið eirikurrafn@althingi.is fyrir 26. september.