Píratar leiða breiðfylkingu þingmanna um CBD

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, mælti í gær fyrir frumvarpi sínu sem auðveldar Íslendingum að nálgast vörur sem innihalda efnið CBD. Nokkuð breið samstaða er um málið á Alþingi en auk Halldóru setja fjórtán aðrir þingmenn nafn sitt við tillöguna, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu.

Samstöðuna má vafalaust rekja til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað um gagnsemi CBD, ekki síst í matvælum, snyrtivörum og lyfjum. Efnið hefur til þessa verið flokkað sem vímuefni hér á landi, án þess að fyrir því séu haldbær rök enda er CBD hvorki vímugjafi né ávanabindandi.

Evrópudómstóllinn komst þannig nýlega að þeirri niðurstöðu að CBD skuli ekki flokkast sem fíkniefni í skilningi laga. „Það gefur okkur mynd af því hvernig þessi málaflokkur er að breytast úti í heimi og óhjákvæmilega þurfum við á einhverjum tímapunkti að taka tillit til þess,“ sagði Halldóra í ræðu sinni í gær og bætti við: „Hví ekki núna?“

Eðlilegt og gagnlegt næsta skref
Frumvarp Halldóru helst í hendur við þær gríðarlega jákvæðu breytingar sem hafa orðið í kringum iðnaðarhamp hér á landi, ekki síst vegna baráttu Pírata. Leyfisveitingar til ræktunar og nýtingar iðnaðarhamps hafa þannig verið rýmkaðar verulega og hefur nokkur fjöldi hafið ræktun iðnaðarhamps hér á landi, sem CBD er unnið úr.

Það er því mat Halldóru og hinna flutningsmannanna fjórtán að þetta frumvarp sé eðlilegt og gagnlegt næsta skref í þessum málum.

„Notkun CBD getur verið til hagsbóta fyrir einstaklinga af ýmsum ástæðum. Er því lagt til með þingsályktunartillögu þessari að ráðherra verði falið að gera viðeigandi breytingar á reglugerðum til þess að gera vörur sem innihalda CBD aðgengilegar. Ef þess þarf leggi ráðherra einnig fram frumvarp til laga til nauðsynlegra breytinga á lögum,“ sagði Halldóra í ræðu sinni í gær.

Þingsályktunartillöguna má nálgast með því að smella hér. Jafnframt má hlusta á ræðu Halldóru á Alþingi í gær með því að ýta hérna. Halldóra fór jafnframt í ítarlegt viðtal við Fréttablaðið á dögunum þar sem hún ræddi um gagnsemi CBD og iðnaðarhamps, en það má lesa hér.

Hér má sjá Halldóru flytja málið á Alþingi í gær.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....