Píratar leggja fram tillögu um árangurstengingu kolefnisgjalds

Hnattræn hlýnun jarðar sökum kolefnisútblásturs af mannavöldum er stærsta ógn sem steðjar að mannkyni. Þingflokkur Pírata hefur því lagt fram þingsályktun þess efnis að Alþingi feli fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra að binda árangurstengingu kolefnisgjalds í lög. Björn Levi Gunnarsson mæli fyrir málinu í gær. Hugmyndin og þróun þessa þingmáls átti sér stað á LÝSU – rokkhátíð samtalsins, sem haldin var á Akureyri haustið 2018, þar sem almenningi gafst tækifæri til að koma með tillögur og hugmyndir að aðgerðum í loftslagsmálum.

Með árangurstengingu mun gjaldið hækka eða lækka í samræmi við árangur ríkisins í loftslagsmálum. Miðað yrði við árangur við að uppfylla skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum og markmið við að ná kolefnishlutlausu Íslandi fyrir árið 2040.

Þingmenn Pírata leggja áherslu á að kolefnisgjaldið skuli vera notað í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, m.a. til að styðja við og styrkja þá aðila sem losa mest til þess að draga úr losun. Bent er á að markmið hækkunarinnar er að kostnaður vegna losunar skili sér til þeirra sem losa og því verði aðrar opinberar álögur ekki lækkaðar vegna hækkunar kolefnisgjalds.

Hnattræn hlýnun jarðar sökum kolefnisútblásturs af mannavöldum er stærsta ógn sem steðjar að mannkyni. Álagningu kolefnisgjalds hefur verið beitt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og er ein þeirra aðferða sem hefur bein áhrif á fjárhagslega afkomu fyrirtækja og einstaklinga.

Þingsályktunartillöguna má nálgast hér: https://www.althingi.is/altext/151/s/0052.html

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....