Olga Margrét Cilia hefur ásamt þingflokki Pírata lagt fram þingsályktunartillögu um að framkvæma alhliða úttekt á starfsemi vist- og meðferðarheimila á Íslandi. Undanfarin ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af því að vistfólk á vist- og meðferðarheimilum hafi verið beitt ofbeldi af hálfu starfsfólks. Um þetta má finna nokkur nýleg dæmi, t.a.m. sláandi frásagnir nokkurra kvenna sem stigu fram í Stundinni í janúar. Þar greindu þær frá ofbeldi á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi í Eyjafirði árin 1997-2007.
Olga, sem situr nú á Alþingi sem varaþingmaður í stað Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, lýsir nauðsyn málsins þannig að við getum ekki alltaf verið að bíða eftir að einstaklingar sem hafa dvalið á vist- og meðferðarheimilum komi fram með upplýsingar um ofbeldi. Það er augljóst að um kerfislægan vanda hefur verið að ræða og því ætti Alþingi að skoða þessi mál gaumgæfilega.
Nánar má fræðast um þingsályktun Pírata með því að smella hér.