Píratar krefjast óháðrar og yfirgripsmikillar úttektar

Þingflokkur Pírata vill að fyrirhuguð úttekt á sóttvarnaaðgerðum verði gerð almennilega.

Þingflokkur Pírata telur nauðsynlegt að fyrirhuguð úttekt á sóttvarnaaðgerðum verði framkvæmd af óháðri og utanaðkomandi rannsóknarnefnd sem Alþingi skipar. Óhjákvæmilegt er að slík úttekt verði yfirgripsmikil og ótækt ef forsætisráðherra skipar nefnd sem rannsakar aðgerðir eigin ríkisstjórnar.

Í samtali við fjölmiðla í gærkvöld sagði forsætisráðherra að stjórnvöld hygðust ráðast í úttekt á þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið var til í faraldrinum. Þingflokkur Pírata hefur áður kallað eftir slíkri úttekt og styður því að til hennar verði blásið. Af ummælum forsætisráðherra að dæma liggur endanleg útfærsla á úttektinni ekki fyrir á þessari stundu, því er óljóst hver mun framkvæma hana og til hvaða þátta verður litið.

Þingflokkur Pírata leggur til að:

A) Láta óháða og utanaðkomandi rannsóknarnefnd sjá um úttektina, sem skipuð er í samræmi við lög um rannsóknarnefndir á vegum Alþingis. Fordæmi er fyrir slíkum rannsóknarnefndum sem hafa skýrt umboð til að rannsaka athafnir framkvæmdavaldsins og ríkar upplýsingaöflunarheimildir. Rannsókn framkvæmdavaldsins á sjálfu sér er ekki farsæl leið til að tryggja traust. Almenningur hefur þurft að færa margvíslegar fórnir á síðustu mánuðum og nauðsynlegt að stjórnvöld dragi hagnýtan og hlutlægan lærdóm af því sem á undan er gengið.

B) Skilgreina úttektina sem víðtæka og yfirgripsmikla. Faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir hafa snert flesta anga daglegs lífs. Afleiðingarnar eru því að líkindum margar og sumar e.t.v. ekki komnar fram. Til þess að draga upp heildstæða mynd af hinum fordæmalausu aðgerðum er nauðsynlegt að litið verði til fleiri þátta en „hvernig stjórnkerfið virkaði og hvernig samstarfs ólíkra aðila gekk,“ eins og forsætisráðherra komst að orði. Horfa þurfi til þátta á borð við geðheilbrigði, heimilisofbeldis, áhrifa á jaðarsetta hópa, skólastarfs, áhrifa atvinnumissis á efnahagslega stöðu fjölskyldna og fjölskyldulífs, misskiptingar og jöfnuðar o.fl.

Íslenskt samfélag, eins og heimsbyggðin öll, hefur þurft að búa við miklar takmarkanir á eðlilegu lífi undanfarin misseri. Því er það nauðsynlegt að fá óvilhalla, ítarlega og yfirgripsmikla rannsókn á afleiðingum ákvarðana sem teknar voru til að vernda heilsu og líf. Ekki til að finna sökudólga, heldur til að draga lærdóm sem lagt getur grunn að upplýstri umræðu og viðbrögðum við aðstæðum þar sem stjórnvöld þurfa að grípa til umfangsmikilla aðgerða.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....