Píratar í Reykjavík kjósa nýja stjórn á morgun

Aðalfundur Pírata í Reykjavík er á morgun (laugardaginn 6. nóvember) klukkan 14:00. Til stóð að fundurinn yrði haldinn í höfuðstöðvum Pírata í Síðumúlanum, en vegna fjölgunar Covid smita er búið að færa fundinn alfarið yfir á netið.

Fólk getur mætt á fundinn í gegnum fjarfundarkerfi Pírata á þessari slóð:  https://fundir.piratar.is/pir2021


Dagskrá

  • 1. Skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir 2020.
  • 2. Ávarp Dóru Bjartar, oddvita borgarstjórnarflokks Pírata.
  • 3. Frambjóðendur til stjórnar PÍR kynna sig.
  • 4. Almennar umræður um málefni Pírata í Reykjavík.

Kosning til stjórnar PÍR hófst fimmtudaginn 4. nóvember 2021 kl:15.30 og lýkur á fundinum 6. nóvember kl:15.30. Úrslit birtast strax að kosningu lokinni.

Fundarstjóri: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata Reykjavíkurkjördæmi suður.

Stjórn Pírata í Reykjavík vonast til að sjá sem flesta á aðalfundinum.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....