Píratar í Reykjavík boða aðalfund

Aðalfundur Pírata í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 11. október næstkomandi, en samkvæmt lögum félagsins skal hann haldinn fyrir lok októbermánaðar ár hvert. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Tortuga, Fiskislóð 31.

Hver sem er 16 ára á árinu eða eldri og hefur lögheimili eða fasta búsetu í Reykjavík getur fengið fulla aðild að félaginu. Félagi í PíR er sjálfkrafa aðili að Pírötum.

Stjórn félagsins hefur hafið undirbúning og óskar eftir aðstoð frá félagsmönnum við að fara yfir lög félagsins og móta með okkur lagabreytingar sem bæta markmið og starf félagsins.

Í lögum Pírata í Reykjavík segir meðal annars um aðalfund:

Boða skal til aðalfundar með þriggja vikna fyrirvara og með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. 
Einfaldur meirihluti skráðra aðila félagins sem viðstaddir eru aðalfund ræður úrslitum mála nema um annað hlutfall sé kveðið í lögum þessum. Allir viðstaddir skulu hafa málfrelsi og tillögurétt.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • [Kynning á fyrirkomulagi kosninga]
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Kosning stjórnar
  • Kosning varamanna í stjórn
  • Kjörnir tveir skoðunarmenn reikninga
  • Kosning í önnur embætti samkvæmt lögum þessum
  • Önnur mál
    Birt með fyrirvara um breytingar

Um hlutverk félagsins segir í lögum þess

Félagið setur sér stefnu í opnu ferli og vinnur að framgangi hennar og stefnu Pírata með öllum þeim aðferðum sem því standa til boða. Félagið ber ábyrgð á framboði undir nafnið Pírata til sveitarstjórnarkosninga á starfssvæði sínu. Félagið ber einnig ábyrgð á framboði undir nafni Pírata til Alþingiskosninga í Reykjavíkurkördæmi Suður og Reykjavíkurkjördæmi Norður.

Núverandi stjórn hvetur alla drífandi og áhugasama Pírata til að mæta og eggjar þá huguðu til stjórnarstarfa.

Stjórn Pírata í Reykjavík annast almenna stjórn og rekstur félagsins. Hún, ásamt félagsfundum skv. 7. kafla, fer með málefni félagsins milli aðalfunda.

Á aðalfundi er kjörin fimm manna stjórn félagsins auk fimm varamanna. Stjórnin skiptir með sér verkum en formaður stjórnar eða meirihluti stjórnarmeðlima geta boðað til stjórnarfunda.
Kosning fer fram með IRV forgangskosningu sem skilar Condorcet sigurvegara og telst sá/sú réttkjörinn formaður.
Hljóti eingöngu frambjóðendur af einu tilteknu kyni kosningu í stjórn víkur sá sem hlaut síðasta sætið í stjórninni fyrir næsta varamanni af öðru kyni.

Erindi til Pírata í Reykjavík sendist á reykjavik@piratar.is
Framboð til stjórnar eru tilkynnt rafrænt í gegnum kosningakerfi Pírata (sjá likinn) en framboðsfrestur rennur út á fundinum sjálfum.

Tekið er við framboðum til kl. 14:30 (hálftíma eftir að fundur hefst) og stendur kjör yfir í einn og hálfan tíma fram til kl. 16:00.
Tilkynna framboð hér:
https://x.piratar.is/polity/102

Meðlimum PíR er bent á að innskráning er framkvæmd með Íslykli og nauðsynlegt að kanna fyrirfram að aðgangurinn að kerfinu sé örugglega í lagi.

Orðskýringar

Kosning skal fara fram með IRV (instant run-off) forgangskosningu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Instant-runoff_voting

Condorcet sigurvegari kosninga skal vera formaður, sé hann til.

http://en.wikipedia.org/wiki/Instant-runoff_voting#Condorcet_winner_criterion

Schultze aðferð við val á oddvita stjórnar félagsins.

http://en.wikipedia.org/wiki/Schulze_methodErindi til Pírata í Reykjavík sendist á reykjavik@piratar.isFramboð til stjórnar eru tilkynnt rafrænt á x.piratar.is og frambjóðendur eru minntir á að uppfæra upplýsingar um sig á vefnum. Á Aðalfundi fá frambjóðendur eina og hálfa mínútu til að kynna sig og eru kvattir til að vera undirbúnir fyrir fram. Ef að frambjóðandi hefur ekki tækifæri til að mæta í eigin persónu getur hann sent kynningu sína á reykjavik@piratar.is og verður hún lesin upp af óháðum meðlim PíR.Framboðsfrestur rennur út á fundinum sjálfum. https://x.piratar.is Tekið er við framboðum til kl. 14:30 (hálftíma eftir að fundur hefst) og stendur kjör yfir í einn og hálfan tíma fram til kl. 16:00.Tilkynna framboð hér:https://x.piratar.is/polity/102Tekið er við skráningum í Pírata í Reykjavík hér:http://www.piratar.is/um-pirata/ganga-i-pirata/þeir sem ekki finna kosninguna eða undirþingið Reykjavík þurfa að ganga frá skráningu í gegnum formið

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....