Píratar í Kópavogi ætla að bæta trúverðugleika og traust til bæjarstjórnar

Píratar í Kópavogi vilja bæta trúverðugleika og traust til bæjarstjórnar í kópavogi.

Aðalfundur Pírata í Kópavogi fór fram síðastliðinn mánudag. Fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf og ný stjórn félagsins var kosin. Píratar í Kópavogi standa sem fyrr óháð með bæjarbúum og sýna það í verki. 

Tvö mál stóðu upp úr í umræðum og sendir fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir:

Ályktun 1

  • Píratar í Kópavogi taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum vegna kosningabaráttunnar.

Þá eru aðgengismálin í brennidepli en aðgengi er algjör grunnforsenda þess að fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Nokkuð er um það að innviðir uppfylli ekki viðmið um algilda hönnum og snjóruðningsvélar hafa í vetur jafnvel verið að moka enn meiri snjó upp á stíga sem hefur legið þar dögum saman og hamlað þannig för enn frekar. Af því tilefni ályktaði fundurinn eftirfarandi:

Ályktun 2

  • Píratar í Kópavogi vilja að aðgengi fatlaðs fólks í sveitarfélaginu sé bætt til muna. Tryggjum algilda hönnun og aðgengi allra að þjónustu sveitarfélagsins. 

 “Píratar leggja höfuðáherslu á gegnsæi og okkur þykir mikilvægt að bæjarbúar geti treyst því að við séum fjárhagslega ótengd hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu.”

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfultrúi Pírata í Kópavogi og oddviti listans

Einnig var ný stjórn kjörin en hana skipa:

  • Matthías Hjartarson – Formaður,  
  • Elín Kona Eddudóttir – Varaformaður, 
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir – Ritari, 
  • Árni Pétur Árnason – Gjaldkeri, 
  • Kjartan Sveinn Guðmundsson – Meðstjórnandi og 
  • Þorgeir Lárus Árnason – Varamaður. 

Þessi fjölbreytti hópur Kópavogsbúa hlakkar til að láta til sín taka í komandi kosningabaráttu sem og kjörtímabili. Kröftugar umræður áttu sér stað á fundinum og greinilegt að mikill vilji er til staðar til þess að gera voginn okkar góða, enn betri. 

Frekari upplýsingar veitir formaður Pírata í Kópavogi

Matthías Hjartarson í síma 868-2719 eða mhjartarson@gmail.com

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....