Píratar í Kópavogi vilja bæta trúverðugleika og traust til bæjarstjórnar í kópavogi.
Aðalfundur Pírata í Kópavogi fór fram síðastliðinn mánudag. Fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf og ný stjórn félagsins var kosin. Píratar í Kópavogi standa sem fyrr óháð með bæjarbúum og sýna það í verki.
Tvö mál stóðu upp úr í umræðum og sendir fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir:
Ályktun 1
- Píratar í Kópavogi taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum vegna kosningabaráttunnar.
Þá eru aðgengismálin í brennidepli en aðgengi er algjör grunnforsenda þess að fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Nokkuð er um það að innviðir uppfylli ekki viðmið um algilda hönnum og snjóruðningsvélar hafa í vetur jafnvel verið að moka enn meiri snjó upp á stíga sem hefur legið þar dögum saman og hamlað þannig för enn frekar. Af því tilefni ályktaði fundurinn eftirfarandi:
Ályktun 2
- Píratar í Kópavogi vilja að aðgengi fatlaðs fólks í sveitarfélaginu sé bætt til muna. Tryggjum algilda hönnun og aðgengi allra að þjónustu sveitarfélagsins.
“Píratar leggja höfuðáherslu á gegnsæi og okkur þykir mikilvægt að bæjarbúar geti treyst því að við séum fjárhagslega ótengd hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu.”
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfultrúi Pírata í Kópavogi og oddviti listans
Einnig var ný stjórn kjörin en hana skipa:
- Matthías Hjartarson – Formaður,
- Elín Kona Eddudóttir – Varaformaður,
- Margrét Ásta Arnarsdóttir – Ritari,
- Árni Pétur Árnason – Gjaldkeri,
- Kjartan Sveinn Guðmundsson – Meðstjórnandi og
- Þorgeir Lárus Árnason – Varamaður.
Þessi fjölbreytti hópur Kópavogsbúa hlakkar til að láta til sín taka í komandi kosningabaráttu sem og kjörtímabili. Kröftugar umræður áttu sér stað á fundinum og greinilegt að mikill vilji er til staðar til þess að gera voginn okkar góða, enn betri.
Frekari upplýsingar veitir formaður Pírata í Kópavogi
Matthías Hjartarson í síma 868-2719 eða mhjartarson@gmail.com