Við eigum afmæli! Píratar halda tíu ára afmælishátíð í nóvember – og við bjóðum öllum að taka þátt í afmælisgleðinni. Við hlökkum til að hitta ykkur, fagna og láta eins og við séum 10 ára!
Pool og Píla
Föstudagur 18. nóvember kl. 20:00 – Reykjavík Sportsbar, Hverfisgötu 40
Beint í mark! Þér er boðið í Píratapartý með poolborðum og píluspjöldum á Reykjavík Sportsbar föstudaginn 18. nóvember klukkan 20:00. Kíkið í heimsókn, takið leik og spjallið við þingmenn Pírata um stjórnmálin og fáið ykkur fljótandi hressingu í boði Pírata – og bjóðið vinum ykkar endilega að koma með.
Facebook viðburður: https://fb.me/e/2dNEl7Qao
Pírataþing
Sunnudagur 20. nóvember kl. 09:00 – Tortuga, Síðumúla 23
Stefnu- og málefnanefnd býður til Pírataþings, sem verður haldið í Tortuga þann 20. nóvember. Á þinginu vinnur grasrót Pírata að málefnastarfi og mótar nýjar stefnur flokksins. Til að taka þátt í Pírataþinginu að þá er nauðsynlegt að skrá sig hér: https://piratar.is/piratathing-2022/
Facebook viðburður: https://fb.me/e/4ZjK81oQU
Pöbbkviss! með Andrési Inga og Heklu Elísabetu
Fimmtudagur 23. nóvember kl. 20:00 – Röntgen, Hverfisgötu 12
Komdu í Pöbbkviss með Pírötum! Spyrlar og spurningahöfundar eru þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson og grínistinn Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, en þau lofa bæði rugl góðum spurningum og rífandi stemningu. Þá verða fljótandi veitingar vitaskuld í boði Pírata. Bjóddu vinum þínum að mynda lið með þér og sýndu þingmönnum Pírata í heimana tvo!
Facebook viðburður: https://fb.me/e/3EWNW9CAB
Hátíðarmálþing um gagnsæi gegn spillingu og aðhald með valdi
Föstudagur 25. nóvember kl. 12:00 – Kjarvalsstaðir
Barátta gegn spillingu og aðhald með valdi bætir líf allra í samfélaginu. Sjálftaka hjá ráðandi fylkingum og spilling grefur undan hagsmunum almennings og velferðarkerfisins. Sanngjörn dreifing auðlinda og gæða, stuðningur við jaðarsetta og réttarríki sem tryggir jöfn réttindi allra tryggir bætt samfélag fyrir okkur öll. Ísland er ríkt land – það er bara vitlaust gefið.
Facebook viðburður: https://fb.me/e/2erK1KBMj
10 ÁRA AFMÆLISBALL PÍRATA
Föstudagur 25. nóvember kl. 20:00 – Kex Hostel, veislusalur á neðri hæð.
Verið öll hjartanlega velkomin í afmælispartý ársins þegar Píratar fagna 10 ára afmæli sínu þann 25. nóvember næstkomandi. Fljótandi veitingar, tónlistaratriði og óvæntar uppákomur bíða þín í veislusalnum á neðri hæð Kex Hostel. Við setjum engin skilyrði um reynslu eða þekkingu á Pírötum heldur viljum við fagna þessum merkisáfanga með ykkur öllum. Sjáumst þar!
Facebook viðburður: https://fb.me/e/3FW1TS6d2