Píratar XP

Píratar hafa leitað til ÖSE og beðið um kosningaeftirlit vegna Samherja

Tryggja þarf að kosningarnar í haust litist ekki af ofsóknum fyrirtækja gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi.

Þingflokkur Pírata hefur farið þess formlega á leit við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖS) að stofnunin hafi virkt kosningaeftirlit með alþingiskosningunum í haust. Tilefnið eru þær aðfarir og ofsóknir gegn fjölmiðlum, stjórnmálafólki og félagasamtökum á Íslandi sem afhjúpaðar hafa verið á síðustu misserum.

Fulltrúar lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE funduðu í síðustu viku með fulltrúum úr stjórnmálum og stjórnsýslu hér á landi til að meta þörfina á kosningaeftirliti í alþingiskosningunum í september.

Ráðist gegn fjölmiðlum
Á fundinum með fulltrúum ÖSE lýstu Píratar áhyggjum af stöðu fjölmiðla á Íslandi, ekki síst í ljósi þeirrar herferðar sem Samherji hefur háð gegn ríkisútvarpinu og einstaka fjölmiðlafólki. Það er mat Pírata að slíkar aðgerðir geti hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla, sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar.

Á þeim dögum sem liðnir eru frá fundinum með fulltrúum ÖSE hefur staðan breyst gríðarlega. Umfjöllum fjölmiðla hefur leitt í ljós að afskipti Samherja voru miklu mun skipulagðari og djúpstæðari. Svokölluð „skæruliðadeild“ á vegum fyrirtækisins beitti sér ekki bara gegn einstaka blaðamönnum og fjölmiðlum, heldur reyndi hún að hafa áhrif á val formanns Blaðamannafélagsins og prófkjör Sjálfstæðisflokksins.

Beita auðlindunum gegn gagnrýni
Þetta telja Píratar vera grafalvarleg stöðu. Í kosningum, sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gjörvöllu gangverki lýðræðisins. Beiti hagnaðinum af þessum sömu auðlindum í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi.

Þingflokkur Pírata hefur þess vegna sent formlegt erindi til ÖSE, þar sem flokkurinn kallar eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust. Píratar vænta þess að forseti Alþingis og aðrir flokkar á þingi taki undir erindið enda sé það hagur allra, jafnt innan sem utan veggja Alþingis, að kosningarnar framundan litist ekki af andlýðræðislegum afskiptum eins og þeim sem við höfum nú fengið að kynnast.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X