Píratar funda með forsvarsfólki höfundarrétthafa

Píratar funduðu ícopyright dag með forsvarsfólki STEF, BÍL og FRÍSK um höfundarrétt og tengd málefni. Fyrir hönd Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar var Kjartan Ólafsson varaformaður stjórnar, Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri, Þórunn Ragnarsdóttir skrifstofustjóri og Hrafnkell Pálmarsson markaðsstjóri. Fyrir hönd Bandalags íslenskra listamanna var Kolbrún Halldórsdóttir forseti sambandsins. Í forsvari fyrir Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði var Hallgrímur Kristinsson stjórnarformaður. Fundinn sat einnig Helena Stefánsdóttir, frá grasrót Pírata.

 

Á fundinum fór Julia Reda, Evrópuþingmaður Pírata (Þýskalandi), yfir þá vinnu varðandi höfundarréttarlög og tengd mál sem verið hefur í gangi í Evrópu síðustu misseri.

Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgitta Jónsdóttir kynntu drög að stefnu Pírata í höfundarréttarmálum og óskuðu eftir ábendingum og athugasemdum en stefnan er enn í vinnslu.

Fundurinn er til marks um þá samstöðu á milli ólíkra aðila um að verja lifibrauð íslenskra listamanna og höfunda, en Píratar vilja finna leiðir til þess án þess að fórna borgaralegum réttindum einstaklinga.