Píratar fluttir í Síðumúla 23 frá og með 18. mars

Píratar flytja í dag, laugardaginn 18. mars í nýtt húsnæði að Síðumúla 23, Selmúlamegin þar sem tölvunámskeiðahaldarinn Skema var áður til húsa. Hjálp vel þegin!

Píratar hafa sprengt utan af sér fyrri höfuðstöðvar flokksins sem fékk það píratalega nafn Tortuga í samkeppni á meðal Pírata þegar það var tekið í notkun 2015.
Nýja félagsheimilið hefur vinnuheitið Nýja-Tortuga en í dag hefst samkeppni á Pírataspjallinu um nafn á nýja húsnæðið og verður því formlega gefið nafn í innflutningshófi Pírata sem auglýst verður síðar.

Nýja húsnæðið býður upp á 3-4 góð fundaherbergi, eldhús, 2 skrifstofur auk þess sem má renna til hliðar veggjum og mynda þar með stórt fundaherbergi sem rúmar stærri félagsfundi.

Það er von framkvæmdaráðs að með nýja húsnæðinu eflist starf Pírata til muna þar sem vinnuhópar, kjörnir fulltrúar, aðildarfélög, málefnahópar og aðrir Píratar geta nú fundað samtímis í húsnæði sem er mjög vel statt hvort sem fólk notar almennningssamgöngur eða einkabíla.

2017-03-07 12.10.59 Screen Shot 2017-03-18 at 12.01.53