Píratar fara fram á úttekt á Vegagerðinni

Líklega hefur aldrei verið jafn rík þörf og nú til að hafa eftirlit með starfsemi og skilvirkni Vegagerðarinnar.

Í ár hafa komið upp nokkur tilvik þar sem slys og tjón hafa orðið í kjölfar vegaframkvæmda, á sama tíma og miklu fé hefur verið varið í samgönguframkvæmdir í tengslum við fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar í faraldrinum.

Píratar og fjórir aðrir þingmenn fara því fram á að ríkisendurskoðandi geri úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.

Í beiðninni eru tilgreindir nokkrir þættir sem lagt er til að fjallað verði sérstaklega um:

  • Í fyrsta lagi að metnir verði þættir sem snúa að stjórnsýslu og stjórnun Vegagerðarinnar.
  • Í öðru lagi þættir sem varða meðferð almannafjár og ráðstöfun til vegaframkvæmda.
  • Í þriðja lagi þættir sem varða öryggi vegfarenda á þjóðvegum landsins og eftirlit með vegaframkvæmdum. Allt eru þetta veigamikil atriði sem ástæða er til að kanna nánar.

    Beiðnina má nálgast hér: https://www.althingi.is/altext/151/s/0705.html

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....