Píratar XP

Píratar fara fram á úttekt á Vegagerðinni

Líklega hefur aldrei verið jafn rík þörf og nú til að hafa eftirlit með starfsemi og skilvirkni Vegagerðarinnar.

Í ár hafa komið upp nokkur tilvik þar sem slys og tjón hafa orðið í kjölfar vegaframkvæmda, á sama tíma og miklu fé hefur verið varið í samgönguframkvæmdir í tengslum við fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar í faraldrinum.

Píratar og fjórir aðrir þingmenn fara því fram á að ríkisendurskoðandi geri úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.

Í beiðninni eru tilgreindir nokkrir þættir sem lagt er til að fjallað verði sérstaklega um:

  • Í fyrsta lagi að metnir verði þættir sem snúa að stjórnsýslu og stjórnun Vegagerðarinnar.
  • Í öðru lagi þættir sem varða meðferð almannafjár og ráðstöfun til vegaframkvæmda.
  • Í þriðja lagi þættir sem varða öryggi vegfarenda á þjóðvegum landsins og eftirlit með vegaframkvæmdum. Allt eru þetta veigamikil atriði sem ástæða er til að kanna nánar.

    Beiðnina má nálgast hér: https://www.althingi.is/altext/151/s/0705.html

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X