Líklega hefur aldrei verið jafn rík þörf og nú til að hafa eftirlit með starfsemi og skilvirkni Vegagerðarinnar.
Í ár hafa komið upp nokkur tilvik þar sem slys og tjón hafa orðið í kjölfar vegaframkvæmda, á sama tíma og miklu fé hefur verið varið í samgönguframkvæmdir í tengslum við fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar í faraldrinum.
Píratar og fjórir aðrir þingmenn fara því fram á að ríkisendurskoðandi geri úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.
Í beiðninni eru tilgreindir nokkrir þættir sem lagt er til að fjallað verði sérstaklega um:
- Í fyrsta lagi að metnir verði þættir sem snúa að stjórnsýslu og stjórnun Vegagerðarinnar.
- Í öðru lagi þættir sem varða meðferð almannafjár og ráðstöfun til vegaframkvæmda.
- Í þriðja lagi þættir sem varða öryggi vegfarenda á þjóðvegum landsins og eftirlit með vegaframkvæmdum. Allt eru þetta veigamikil atriði sem ástæða er til að kanna nánar.
Beiðnina má nálgast hér: https://www.althingi.is/altext/151/s/0705.html