Píratar XP

Píratar boða til aðalfundar fyrir kosningarnar

Kosningabaráttunni verður formlega ýtt úr vör dagana 14. og 15. ágúst.

Píratar hafa boðað til árlegs aðalfundar helgina 14. og 15. ágúst næstkomandi. Fundurinn fer fram á sveitahótelinu Vogum á Fellsströnd, í Norðvesturkjördæmi!

Þar verður formlegri kosningabaráttu sparkað í gang, kosningaherferðin teiknuð upp fyrir fundargesti og hópurinn hristur saman. Samþykkt kosningastefnan fær ítarlega kynningu og áherslur Pírata í kosningabaráttunni framundan ákveðnar.

Á fundinum verður einnig kosið í stefnu- og málefnanefnd, framkvæmdastjórn og fjármálaráð. Opnað hefur verið fyrir framboð á x.piratar.is

Skráningarform fyrir aðalfundinn má nálgast með því að smella hér.

En þetta er ekki bara fundur, heldur er þetta líka viðburður, aðalviðburður Pírata 2021 og þar ætlar fólk að skemmta sér, samhristast, hlaupa upp fjöll og grilla grunnstefnuna!

Boðið verður upp á gistingu á Vogum 13. – 15. ágúst á góðu verði en einnig er hægt að tjalda við hótelið.

Píratar bjóða upp á fullt fæði (morgun, hádegis og kvöldverð á laugardeginum og morgunverð og hádegisverð á sunnudeginum) ásamt kaffiveitingum á sjálfum aðalfundinum. Einnig munu Píratar greiða niður ferðakostnað þar sem fjögur eða fleiri eru saman í bíl.

Dagskrá og önnur fundargögn munu berast félagsfólki í tölvupósti þegar nær dregur fundi og verða einnig birt á piratar.is.

Í kjölfar aukninga á Covid-19 smitum undanfarið er uppi nokkur óvissa um sóttvarnarreglur næstu vikna. Við ætlum samt að halda áætlun þar til annað verður óhjákvæmilegt; að sjálfsögðu gætum við vel að sóttvörnum og höldum fundargestum upplýstum um breytingar á aðalfundarsíðunni.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X