Píratar bjóða í bíó!

Píratar munu bjóða til sýningar á heimildamyndinni “Breaking the Taboo” sem fjallar um fíkniefnastríðið.

Í myndinni koma fram fjölmargir reyndir stjórnmálamenn, þar á meðal Bill Clinton, Jimmy Carter og Kofi Annan. Enginn annar en Morgan Freeman sér um upplesturinn. Myndin hefur fengið mikið lof fyrir fagmennsku og skýra sýn á fíkniefnaheiminn og þeim vandamálum sem hafa komið upp í kjölfar fíkniefnastríðsins víðsvegar í heiminum.

Allir eru velkomnir og hvattir til að mæta! Nóg verður af Pírötum sem hægt er að spyrja spjörunum úr varðandi fíkniefnastefnuna sem við höfum lagt fram, en það er hin svokalla portúgalska leið eða í einföldu máli afglæpavæðing.

Píratar líta á fíkn sem heilbrigðisvandamál sem beri að leysa sem slíkt. Píratar vilja bjóða upp á raunhæf úrræði sem miða að því að minnka skaðan af misnotkun fíkniefna og hjálpa fíklum við að leysa sinn vanda frekar en að útskúfa þeim og refsa.