Píratar standa fyrir gagnsæi og upplýsingarétt almennings og hafa því barist fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarssonar, um Lindarhvolsmálið verði birt opinberlega. Greinargerðin hefur legið undir leyndarhjúp í Forsætisnefnd Alþingis þar sem forseti Alþingis, Birgir Ármannsson hefur einn staðið gegn birtingu hennar gegn vilja allra annarra nefndarmanna og þrátt fyrir að þrjú lögfræðiálit segi skylt að birta hana. Sjálfur hefur Sigurður Þórðarsson ætið litið svo á að birta eigi greinargerðina, enda sé hún fullunnið og opinbert gagn.
Undirrituð hefur fengið skýrsluna í hendur og telur almannahagsmuni krefjast þess að hún líti loksins dagsins ljós. Hún birtist því hér með.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir