Píratar auglýsa eftir skrifstofustjóra og starfsmanni í viðburðastjórn og miðlun. Um ný störf er að ræða hjá flokknum.
Okkur Pírötum þykir vænt um gagnsæi, jöfn tækifæri og ábyrgð. Það er sannarlega hluti af því af hverju þessi sex ára gamla hugsjón er orðin að þeirri stjórnmálahreyfingu sem hún er í dag. Við látum verkin tala og auglýsa Píratar, ein stjórnmálasamtaka, allar þær stöður sem þarf að fylla. Nú leitum við að hæfileikaríku fólki til að gera góðan hóp enn betri og auglýsum tvö ný störf, starf skrifstofustjóra og starf við viðburðastjórnun og miðlun. Áður var auglýst starf aðstoðarmanns þingflokks, sem kynna sér má hér. Við hvetjum fólk á öllum aldri og af öllum kynjum til að sækja um.
SKRIFSTOFUSTJÓRI
Starfshlutfall 80%
Viðkomandi mun vinna náið með framkvæmdastjóra og starfsmanni í viðburðastjórn og miðlun.
Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf 1.mars eða sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón með rekstri skrifstofu
- Fjárhagsáætlunargerð og eftirfylgni
- Upplýsingagjöf og samskipti við m.a. aðildarfélög og félagsmenn
- Aðstoð við skipulagningu viðburða og funda
- Þátttaka og þróun í upplýsingamiðlun til grasrótar
- Ýmis verkefni tengd félagsstörfum Pírata
Hæfniskröfur:
– Starfsreynsla og/eða menntun sem nýtist í starfið.
– Þekking á bókhaldi og umsjón reikninga
– Undirstöðuþekking á GDPR
– Góð tölvu- og tæknikunnátta
– Góð samskiptafærni
– Samviskusemi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2019
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið framkvaemdarad@piratar.is
Nánari upplýsingar veitir Elín Ýr Hafdísardóttir, s 8623631.
VIÐBURÐASTJÓRN OG MIÐLUN
Starfshlutfall er 60%
Viðkomandi mun vinna náið með framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra Pírata við að kynna Pírata, skipuleggja og halda utan um viðburð og samfélagsmiðla, miðla upplýsingum um störf Pírata og meðal Pírata til þess að skapa menningu þar sem fólk vex og nær árangri.
Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf 1.mars eða sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Halda utan um áætlun vegna viðburða og starfa Pírata
- Skipuleggja og hafa umsjón með viðburði á vegum félagsins
- Stuðningur við kjörna fulltrúa og miðla upplýsingum vegna starfa þeirra
- Skipuleggja kynningar fyrir gesti sem heimsækja Pírata
- Halda utan um samfélagsmiðla og vefsíðu félagsins
- Ráðgjöf og stuðningur við sjálfboðaliða og fulltrúa
- Fjölbreytt verkefni vegna viðburða og kosninga
Hæfniskröfur:
- Reynsla og brennandi áhugi á viðburðastjórnun og markaðssetningu
- Færni til að búa til og miðla efni á samfélagsmiðlum
- Þekkingu á tækni- og myndbúnaði
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, metnaður til að ná árangri, sjálfstæð og öguð vinnubrög
- Reynsla af að starfa með sjálfboðaliðum
- Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
- Ábyrg, skapandi og lausnamiðuð vinnubrögð
- Þekking á pólitísku starfi
Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2019
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið framkvaemdarad@piratar.is
Nánari upplýsingar veitir Elín Ýr Hafdísardóttir, s 8623631.