Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra

Píratar eru stjórnamálaafl sem var stofnað 2012 og er með aðildarfélög víða um land.
Við leitum að manneskju til að hjálpa okkur að halda áfram að eflast og fara fram á við. Starf framkvæmdastjóra er fjölbreytt, krefjandi, skemmtilegt, lærdómsríkt og á tíðum óútreiknanlegt.

Ef þú ert lausnamiðuð manneskja, víðsýn, fljót að setja þig inn í verkefni, brennur fyrir mannréttindum, borgararéttindum, grasrótarstarfi, stjórnmálum og breyttu samfélagi, þá erum við að kannski að leita að þér.

Sótt er um starfið á vef atvinnumiðilsins Alfreðs – sjá nánar með því að smella hér. 
Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um stöðuna.
Frestur til að sækja um er til og með 15. september og þarf nýr framkvæmdastjóri að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Sinna daglegum rekstri og fjárreiðum
 • Ábyrgð á starfsmannamálum
 • Ábyrgð á eflingu aðildarfélaga og grasrótar
 • Framkvæmir ákvarðanir framkvæmdaráðs og í samstarfi við formann framkvæmdaráðs
 • Skipuleggur viðburði, undirbýr fundi og heldur utan um ýmis verkefni
 • Sinnir ráðgjöf til kjörinna fulltrúa
 • Hefur umsjón með kynningarstarfi Pírata, samskiptum við fjölmiðla og sinnir útgáfu, t.d. vefsíðu og samfélagsmiðlum í samstarfi við starfsfólk PR-deildar.
 • Annast alþjóðleg tengsl Pírata utan þingflokks
 • Vinnur að markmiðum grunnstefnu Pírata og heildarhagsmunum Pírata

Hæfni sem verður litið til

 • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
 • Stefnu- og lausnamiðuð hugsun.
 • Drifkraftur og hæfni til að leiða verkefni og/eða hópa.
 • Góð hæfni til tjáningar í ræðu og riti.
 • Sjálfstæð, gagnrýnin hugsun og frumkvæði
 • Reynsla af skipulagningu sjálfboðaliðastarfs, kosningabaráttu eða skipulagningu stærri viðburða/herferða.
 • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfileikir eru lykilatriði
 • Reynsla af að skipuleggja grasrótarstarf og starfa með sjálfboðaliðum með ólíkan bakgrunn
 • Reynsla og þekking á fjölmiðlum og markaðssetningu
 • Reynsla af starfsmannahaldi og -stjórnun
 • Reynsla af stjórnmála- og/eða félagsstarfi
 • Reynsla af virkjun grasrótar og sjálfboðaliða
 • Þekking og/eða reynsla á gerð fjárhagsáætlana og fjármálastjórnunar

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....