Píratar XP

Píratapartí á Hólmavík!

Sjáumst á Hólmavík um helgina!

Píratar bjóða í partý í Þróunarsetrinu á Hólmavík næstkomandi laugardag. Þangað er öllum boðið að renna við og ræða við frambjóðendur Pírata, sitjandi þingmenn og fólk í grasrót flokksins.

Skemmtunin er hluti af vinnuferð Pírata til Hólmavíkur, helgina 19. til 20. júní. Þar munu frambjóðendur flokksins leggja lokahönd á stefnuskrá Pírata fyrir komandi kosningar og hrista hópinn saman fyrir kosningabaráttuna.

Skemmtunin fer sem fyrr segir fram í Þróunarsetrinu, sem stendur við Höfðagötu 3. Partýið hefst klukkan 21 og verða léttar veitingar í boði. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér.

Nýjustu fréttir

Nýjast

Skoðun

X
X