Páskakveðja Framkvæmdaráðs Pírata

Kæru Píratar


Nú á þessum tímum sem við erum öll að upplifa saman er mikilvægt að muna af hverju við erum Píratar. Við erum að sjá hvernig lýðræðið á undir högg að sækja á marga vegu og þá er stefna okkar um að „opna þá valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni“ gríðarlega mikilvæg. Það er okkar að efla og vernda borgararéttindi allra, og vinna gegn því að þau verði skert umfram það sem nauðsyn er. Nú þegar erum við öll að sinna samfélagslegri skyldu okkar við að vinna gegn þeirri ógn sem við búum við þar sem covid-19 veiran ógnar heilsu og lífi margra, og við gerum það með glöðu geði því við erum að vernda börn okkar, mæður og feður, ömmur okkar og afa.

En líkt og við sjáum þá er verið að nýta þessa ógn í pólitískum tilgangi í öðrum löndum. Sagan hefur kennt okkur að valdhafar nýta sér krimgumstæður sem þessar til að auka við völd sín og koma á fót einræði, eins við sjáum nú gerast m.a. í Ungverjalandi. Píratar standa í beinni andstöðu við slíkar stefnur og við öll í grasrótinni, kjörnir fulltrúar og öll sem styðja frelsi, lýðræði og borgararéttindi, vitum að það er á okkar höndum að veita viðnám og segja nei við spillingu, nei við kúgun og nei við ógn við okkar friðhelgi. Hver einasta manneskja er mikilvæg í þessari baráttu og við erum þakklát fyrir ykkar rödd.

Fyrir hönd Framkvæmdarráðs Pírata óska ég ykkur öllum gleðilegra páska og jafnframt þakka ykkur öllum fyrir ykkar framlag til hreyfingarinnar.

Kveðja Guðmundur Arnar Guðmundsson


á myndina vantar þau Úlfhildi Stefánsdóttur og Jóhannes Jónsson

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....